Unglingadeilidin
Er það ekki enn þann dag í dag eins og það var þegar ég var yngri. Ef maður starfa undir merkjum unglingadeildar/björgunarsveitar á maður að vera til fyrirmyndar, er það ekki svoleiðis?? Djöfull var ég pirruð í gær! ég er að koma niður Hlíðaveginn, er að koma að krossgötunum. Á ekki nema örfá metra eftir, kemur ekki bíll á vegum Unglingadeildarinnar, svoleiðis á blússandi niður Bakkastíginn. Sem betur fer var ég nú bara að lödla þetta, þar sem ég á réttinn þarna niður. Bíllinn hefði sennilega farið í eitthvert muffins ef ég hefði notfært mér rétt minn. þ.e.a.s hægri réttinn. Og til að hafa það með þá var nú ekki nóg með að þessir krakka skrattar (ætla ég að leyfa mér að segja/skrifa) væri á bússandi (reyndar ekki á slysóbíll). En aftan í þessum bíl hékk kerra, og þar aftan á sat krakki sem hélt sér svo bara nógu fast meðan bílstjórinn, þeyttist hér um allar götur vel á hundraðið. Sem betur fer hélt krakkinn sér á. En mér var það skapi næst að hringja í formann slysó og tilkynna um það hvernig unglingardeildarliðsmenn haga sér undir merkjum félagsins, en ég lét það nú vera en geri það næst ef ég sé svona lagað aftur. En ég spyr ykkur, ekki bara vegna þessa máls, hef séð þó nokkuð um glæfraakstur um ágæta bæinn okkar síðustu saga. Sérstaklega þið krakkar sem hafði verið að fá bílpróf (sem maður verður mest var við) Hafa hinar óhuggnalegu auglýsingar umferðastofu engin áhrif á ykkur? Úff þá er ég búin að pústra þessu. Lifið heil... vonandi sem lengst. |