The unbearable lightness of being

föstudagur, júlí 22, 2005

fúlt...

Uppáhalds buxurnar mínar eru mjög sennilega ónýtar, mér finnst það frekar súrt, verð nú að segja það. Þurfti lítið annað að gera en að fara á rúntinn og það var nóg :( en jæja svosem lítið við því að gera, nema væla aðeins.

Það er aldeilis mikið um að vera hér um helgina, tjaldstæðið að verða fullt og allt að lifna við, örsökin af því er sennilega shell mótið sem verður um helgina. Maður kíkir þangað uppeftir og fylgist með krökkunum spila, á von á að báðar systur mínar verði að sýna takta þar.
Svo er Emilana Torrini með tónleika í Víkurbæ í kvöld og Grafík með ball í Hnífsdal á morgun svo liggja sennilega margir ónýtir á sunnudag.
Ég er hins vegar ekki búin að ákveða hvað ég geri, kannksi verð ég bara heima, en sé það ekki alveg gerast, en við sjáum til hvernig fer, það fer nú kannksi að koma tími á mann, þeas að vera rólegur, komin ágætis törn núna þetta sumarið.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

langt síðan síðast

Fórum stöllurnar til Rvk í síðustu viku, þar var helljarinnar stuð á okkur, það sem við gerðum mest og best af var að éta og éta og éta. Sver það við átum fyrir árið og vel það. En gott var það samt.
Fórum í tívolíið við Smáralindina, það var fínasta fjör þar, mig langaði samt svo í kúluna en enginn vildi koma með, en ég á eftir að far í hana einn daginn.

Á síðustu helgi fórum við, ég, Elvar og Mæja Bet á Ögurball, þvílíks snilld sem þetta ball er, farið þrisvar og það hefur ekki enn klikkað 7 9 13. Vorum komin í Ögur um níu hálf tíu, það var eitthvað af liði mætt en það var ekki mikið, svo við ákváðum að fara að heilsa uppá Bolvísku tjaldavagnabúðirnar í Heydal. Þar var bara gott game, var frekar blautt ef maður þurfti að fara eitthvað út. Hefði átt að vera í túttum eða stígvélum, man að ég verð að kaupa það fyrir næsta ball. En ég var í góðum regnstakk og Mæsa var með sjóhattinn svo við vorum góðar þarna.

föstudagur, júlí 01, 2005

Markaðsdagurinn/helgin

Þetta er allt að bresta á hérna í sveitinni!!
Mæta ekki allir á Risagrillið í kvöld?
Veit allavega að við stöllurnar verðum á svæðinu.