The unbearable lightness of being

mánudagur, september 26, 2005

klukki klukk...

Vil byrja á því að þakka henni Mæju Bet vinkonu minni, fyrir það að leyfa mér að vera með í þessum skemmtilega leik!!

*Það er beverly hills 90210 rúmföt á rúminu mínu þessa dagana.
*Ég smakkaði hvalsteik á laugardaginn, djöfulsins snilld!!
*Ég sakna stöð tvö
*Held ég sé internetfíkill
*búin að nota sama ilmvatnið í mörg mörg ár

Jæja hvern á ég að klukka?? hmm´
Klukk Brynja María, Klukk Hanna Rósa, Klukk Aron Örn, klukk Jason og Klukk Friðbert

Jæja þá er það frá...

föstudagur, september 23, 2005

Gríska

Hafiði reynt að lesa hana?
Mér líður svoldið þannig núna...

fimmtudagur, september 22, 2005

stal þessum á pabbar.is

GRÍN: Tveir kúrekar
Tveir Ródeó kúrekar sátu saman á bar og skeggræddu hvaða
stelling sé best með kvenmanni.
“Hefur þú prófað ródéo stellinguna,” segir sá frá Texas.
“Nei, hvernig er hún segirðu?” spyr sá frá Denver.
“Sko, hún fer á fjórar fætur og þú ferð fyrir aftan hana á
hnén. Svo heldur þú í brjóstahaldarann og teygir þig að
eyranu á henni og hvíslar, “Þetta er bara alveg eins og
þegar ég var með systur þinni!, svo reynir þú að halda þér
á baki eins lengi og þú getur!”

miðvikudagur, september 21, 2005

...

Sumir voru gjörsamlega á hausnum á síðasta föstudag, mætti á nýnemadjamm á gauknum með mannfræðinni. Það byrjaði allt bara rólega og var mjög gaman, maður átti fullt af vinum þarna, sem ég man nú ekki hvað heita núna:) ég er skelfileg´í nöfnum, SKELFILEG... En þetta var mjög gaman, getið séð myndir á heimasíðu homo sem er nemendafélag mannfræðinnar.

Fór svo til Matta og var það í góðu yfirlæti á laugardagskvöldið og gisti þar, vaknaði svo í leikinn á sunnudagsmorguninn hress og í fíling bara, nema það er ekkert rosalega gaman að vera að horfa á leikinn með honum Matta, hann er Everton fan, svo það segir nú sitt:) og svo tvem man utd fönum.

Mæsan kom svo í stutt stopp til mín áður en hún fór hélt á út á næstu eyju, gaman að fá hana í heimsókn.

var að vinna á mánudagskvöldið og svo koma nokkrir spánverjar inn, eða allavega var töluð spænska og reyndar líka enska, en djefull kannaðist ég við eina stelpuna sem var þar, hugsaði aðeins og svo ég spurði hana bara þegar ég var að afgreiða hana, hvort hún héti Tjenka, og vitir menn, þetta var hún, gamanað því, hún meira segja mundi eftir mér þó ég hafi nú bara verið 14 eða 15 eða hvað það nú varþegar hún bjó heima:)

yfir og út...

miðvikudagur, september 14, 2005

Farin að vinna...

Steplan komin með vinnu, farin að þjóna á veitingarstaðnum Þrem Frökkum. Það er bara alveg ágætt, flestir sem ég hef lent með eru ágætir.
var að koma heim af vakt bara rétt í þessu. Ein gellan var svona, frekar svona, hvað skal segja. Miklu betri en við hinar sem vorum á staðnum. Okkur,mér og annarri stelpu, var látin miðjan í té, en vorum sennilega ekki nógu góðar til að sjá um það, að ég var orðin frekar pirruð á henni, þegar hún er búin að ganga og taka pantanir og svo kemur maður á eftir eins og álfur útí hól og spyr aftur og gengur á fólkið aftur og aftur sem búið er að bjóða. Allavega varð ég frekar pirruð og sagði við hana að mér þætti þetta mjög óþæginlegt, allavega ef ég vissi ekki af því.
Það fór mjög í taugarnar á henni að ég skyldi voga mér að segja eitthvað við hana, greinilega, svo hún sagði mér í endann að hún kæmi þá ekki að hjálpa mér aftur, ég gæti bara séð um mitt sjálf. Jájá fegin er ég að þurfa ekki að vera með hana fyrir mér...

En annars er þetta bara mjög fínt, á vakt aftur á morgun.

Skólinn er svona að fara í gang, ég er enn sami helvítis tossinn, er að fara að gera eitthvað
í þeim málum!

En annars síðasta helgi var mögnuð, rúntaði og skoðaði fólkið á föstudeginum og svo var ROSAlegt útaðborða matarboð á laugardeginum, þar sem Kolla frænka og famlily bauð mér út að éta, það var alveg magnað, veit ekki hvort ég þakkaði nóg fyrir það, en allavega Kolla TAKK æðislega fyrir mig!! þetta var æði!

föstudagur, september 09, 2005

Borg óttans

Jæja ég er allavega á lífi.
Skólinn er byrjaður og nú reynir á hvað maður er góður í ensku, þar sem lang stæstur hluti námsins fer fram á því tungumáli.
Maður þekkir ekki sálu í þessum blessaða skóla, allavega ekki bekknum mínum, en það hlýtur að koma svona þegar maður fer eitthvað út meðal fólks á skóla skemmtanarninar og svona. Það er allavega nýnemadagur í dag, og það á að byrja að drekka og djúsa saman bara strax klukkan tvö eftir hádegi ekki amalegt það:)

yfir og út...