The unbearable lightness of being

mánudagur, nóvember 29, 2004

Hilfe...

Hver getur sagt mér hvað icq númer er og hvað það gerir?

sunnudagur, nóvember 28, 2004

VÁ VÁ VÁ....

Það er ekki til neitt orð til að lýsa hvernig mér er innanbrjósts núna!! Það er langt síðan manni hefur liðið svona rosalega vel. ROOOOSAlegur leikur og alveg hreint dísætur og fyllilega verðskuldaður sigur :) Hvað getur maður sagt á svona stundu? Ég hugsa að Tani hafi hrokkið uppúr stólnum í húsinu við hliðina þegar markið kom. Gargið og gleðin var svo mikil!!!
Hólí smóks ég get ekkert sagt....

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Það á ekki að þeim að ganga blessuðum...

Það sem ég er að tala um núna er Liverpool liðið. Meiðslalistinn hann lengist óðum og er það farið að vega ansi þungt. Þar sem Cissé, Baros, Smicer, Garcia og Josemi og Traore eru allir meiddir alveg uppí sex mánuði. Leikurinn í gær spilaðist ekki nægilega vel, eiginlega bara skelfilega. Endaði með eins marks sigurs fyrir Monaco og þrír leikmenn meiddust. Sárast var að þeir skildu hafa unnið með ólöglegu marki þar sem boltin fór alveg greinilega í hönd Saviola. En hvað um það nú er það bara að hysja upp um sig brækurnar og sanna að við getum þetta með hálft byrjunarliðið í meiðslum. Eigum einn erfiðasta leik tímabilsins á næstu helgi gegn Arsenal, fúff það verður erfiður leikur en vona það besta. Svo tekur Real Madrid á móti Levante, þeir hljóta að taka þá og svo spilar Milan við Chievo úti, Þeir eru svo eldheitir að ég rúi nú ekki öðru en að þeir taki það juventus reyndar enn með 6 stiga forystu, en ég hef trú á strákunum! :)

Jæja nóg um fótbolta sennilega ekki margir sem nenna að lesa um það sem kíkja hingað inn.

senn styttist til jóla er langt komin með að henga upp seríurnar samt ekki búin, nema þá í þumlinum sem er orðin frekar aumur.
En það er bara einn dagur í útborgunardag, jei, tveir dagar í flöskudag, jei, ( sem ég efast um að verði nokkuð gert þar sem við reynum sennilega að vinna af okkur jólin á laugardaginn ef nægur fiskur er til) og svo bara þrír dagar í Árshátíð Bakkavíkur, jólahladdari með öllu tilheyrandi, jeijeijei. Get nú ekki beðið eftir því! svo verður á efa skellt sér á ball með Von frá Sauðárkróki, Hvernig er stemmarinn fyrir því?


laugardagur, nóvember 20, 2004

...

hrikalega finnst mér óþæginlegt þegar mér dreymir svona eðlilega og skýra drauma. Sem maður þarf eiginlega að klípa sig í hendina til að tékka hvort þetta hafi eki alveg örugglega verið draumur þegar maður vaknar. Dreymdi einn svoleiðis í nótt. Nenni nú ekki að fara í það að segja hvenrig hann var því hann var heldur ekkert spennandi. Nema kannksi þegar ég gaf einhverjum á lúðurinn, eftir að hafa leitað að honum um allan bæinn, því hann stal töskunni minni með öllu draslinu. En annars vaknaði ég náttla fyrir allar aldir í morgun og horfði á Harry Potter aftur, bakaði svo eina kryddskúffuköku því mig var búið að langa svo lengi í hana þessa og skellti líka í pizzadeig, sem ég hefði kannksi betur getað sleppt! Því þegar ég kem heim, fyrsta sem pabbi segir þegar ég kem inn: hvurslags deig er nú þetta?! (var lítið teyjanlegt og var hálf illviðráðanlegt) Þú hlýtur að hafa gleymt að setja eitthvað í það! (það hefaðist ekkert eða gerði nokkurn skapaðan hlut nema vera bara eins og klessa og vilja hels bara vera svoleiðis áfram, allavega hjálpaði það lítið til, til að verða að pizzabotni!) endaði með að pabbi braut kökukeflið! En ég held hins vegar að hann hafi getað bjargað því einhvernvegin, Því ég heæd hún sé í ofninum núna næstum tilbúin til átu. Ég tékkaði á hverju ég hefði getað gleymt, en það var ekkert, ég lét allt í! ég sver það:) En ég held ég láti þau bara sjá um þetta í framtíðinni og ég sé bara um að baka skúffuköku og eitthvað í þeim dúr.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Skellti þeim inn

Ég skellti myndunum inn frá Vagninum á þarsíðustu helgi, s.s 6. nóv. Og einhverju meiru með. Endilega að kíkja.
Helgin hjá mér var heldur róleg, þ.e ef róleg skyldi kalla. Það var allavega ekkert djamm eða svoleiðis, því það var mæting í vinnu klukkan 04:00 á laugardagsmorgun og ég var að vinna til 17:30.
Svo ég var ekki alveg stemmd til að fara að kíkja eitthvað út, þó mig hafi nú svoldið langað til að fá mér einn kaldan. En ég geymdi það bara til betri tíma. Svo ég ætla bara rétt að vona að umslagið verði eitthvað feitara á fimmtudaginn heldur en venjulega. Nú er það komið upp í vinnunni að við erum að vinna af okkur vinnudagana milli hátíðanna. Og það verður alveg draumur að vera bara heima og liggja í leti í meira en heila viku.

Get ekki beðið eftir að við kveikjum á jólaseríum og allir fari að gera slíkt hið sama. Það er alltaf svo gaman í kringum jólin, er alltaf svo rosalega flott, rólegt og rómantískt í kringum þennan tíma ársins, öll jólaljósin og jólaveinarnir og allt stússið sem þessu fylgir. Hins vegar nenni ég ekki að fara að kaupa jólagjafir!! Það er mesti höfuðverkurinn, en jæja kíkið á myndirnar...

föstudagur, nóvember 12, 2004

Myndir

ég ætlaði að vera dugleg núna og setja inn nokkrar myndir, en þær eru svo margar og ég er engann vegin að nenna því, þær koma á morgun eða hinn eða hinn eða hinn ég lofa :)

Annars var ég að hlusta á manu lag áðan og mér fannst það helvíti magnað lag. þið getið tékkað á því líka á skonrokkinu. Ekki alveg sammála textanum, en kúl lag samt.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

fyrir akkúrat ári

Já þá var ég stödd í Köln, og þá eins og í dag er fyrsti dagur kanivalsins sem byrjar 11.11 kl:11:11, en aðalhátíðin er í febrúar. Hvet ykkur eindregið til að upplifa það ef þið hafið kost á því einhvertíman, það er geggjun, :)
Ég væri svo til í að vera þar!!

En hvað um það, annars lítið annað. Tilboð á barnum á föstudaginn og laugardaginn, aldrei slíku vant. Og eitthver þrælkengmögnuð hljómsveit að sunnan í sjallanum! (man ekki einu sinni hvað hún heitir :S) Hvernig væri að skella sér þangað svona einu sinni? :)

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Helgin

Helgin var alveg hreint bara ágætasta skemmtun. Fór í ríkið á föstudaginn, bara svona til að kaupa bjór til að eiga hann til. Var náttla ekki að fara að gera neitt sérstakt svosem. En ákveð að kíkja nú aðeins á útlendingana í lambhaganum. Kíktum svo í smá reif hjá Maju, sem átti bara að vera rólegt og fámennt partý. En það varð nú ekki raunin. Jú rólegt var það svosem, engin læti í liðinu eða neitt. En það var fullt hús, gott ef við höfum ekki verið tuttugu þrjátíu stykki. En magnað, allra þjóða kvikindi eins og maðurinn sagði. Þetta var þrælgaman bara, og náttla enduðum á sjallanum, þeim rosastað,eitthvað lið þarna með einhvern helv...derring, en ég hélt nú Dibbunni frá veseninu, en hún var komin á stað til að rjúka í liðið. En ég þessi rólega týpa, róaði kvikindið:)
Fórum svo aftur í gær, kíktum á Lambhagan aftur, liðið þar var reyndar ekki alveg í gírnum, einhver þynnka í einum hluta og svona. Tekin var rúta og dugaði ekkert minna en 40 manna stjörnurúta. Vagninn var pakkaður og var fínasti stemmari þar. Rútan svo tekin aftur heim mjög fljótlega eftir ball, ekki allir alveg sáttir með það. en fólk var ja, getur maður sagt, mishresst í rútunni. Einn alltaf ælandi, þess á milli sem hann svaf. ein sofandi og ein þurfti að sitja í stiganum vegna bleytu. Jájá það var þrælgaman þessa helgi, verður að segjast. En kannksi eru mér ekki allir sammála, ég veit það ekki.
Var svo vakinn af einhverjum helvítis lífeyrissparnaðar kalli, sem ég var nú snögg að losa mig við, sagðist ekki nenna að tala við hann núna, og hann ætlaði nú ekki að sleppa mér alveg strax úr símanum, en ég bara sagði nei og nei og sagðist ekkert nenna að tala við hann og svo var bara skellt á. Dibba á nú eitthvern þátt í þessu, hún var líka tekin á teppið:)
Svo var það karfan, sat á helv... klukkunni(nú meira helvítis draslið, fer bara af stað þegar henni hentar og stoppar svo bara líka þegar henni hentar), einn vitleysingurinn þarna var alltaf tuðandi eins og sprungin blaðra, var farið að muna litlu að Dibba gæfi honum einn á lúðurinn, en hann slapp við það stráksinn. En víkararnir náttla töpuðu leiknum. Þeir eru skelfilega góðir strákarnir. En þeir eiga eftir að hrökkva í gang, ég finn það á mér:)