The unbearable lightness of being

þriðjudagur, september 28, 2004

Unglingadeilidin

Er það ekki enn þann dag í dag eins og það var þegar ég var yngri. Ef maður starfa undir merkjum unglingadeildar/björgunarsveitar á maður að vera til fyrirmyndar, er það ekki svoleiðis?? Djöfull var ég pirruð í gær! ég er að koma niður Hlíðaveginn, er að koma að krossgötunum. Á ekki nema örfá metra eftir, kemur ekki bíll á vegum Unglingadeildarinnar, svoleiðis á blússandi niður Bakkastíginn. Sem betur fer var ég nú bara að lödla þetta, þar sem ég á réttinn þarna niður. Bíllinn hefði sennilega farið í eitthvert muffins ef ég hefði notfært mér rétt minn. þ.e.a.s hægri réttinn. Og til að hafa það með þá var nú ekki nóg með að þessir krakka skrattar (ætla ég að leyfa mér að segja/skrifa) væri á bússandi (reyndar ekki á slysóbíll). En aftan í þessum bíl hékk kerra, og þar aftan á sat krakki sem hélt sér svo bara nógu fast meðan bílstjórinn, þeyttist hér um allar götur vel á hundraðið. Sem betur fer hélt krakkinn sér á. En mér var það skapi næst að hringja í formann slysó og tilkynna um það hvernig unglingardeildarliðsmenn haga sér undir merkjum félagsins, en ég lét það nú vera en geri það næst ef ég sé svona lagað aftur.

En ég spyr ykkur, ekki bara vegna þessa máls, hef séð þó nokkuð um glæfraakstur um ágæta bæinn okkar síðustu saga. Sérstaklega þið krakkar sem hafði verið að fá bílpróf (sem maður verður mest var við) Hafa hinar óhuggnalegu auglýsingar umferðastofu engin áhrif á ykkur?

Úff þá er ég búin að pústra þessu.

Lifið heil... vonandi sem lengst.

föstudagur, september 24, 2004

Hefur einhver séð Snooby?

Hefur einhver séð hann Snooby minn? Hann týndist sennilega einhvertíman á bilinu 24. júní til ca 15. ágúst. Hélt hann væri bara hér heima í góðu yfirlæti, en hann bara finnst ekki, sama hvað ég leita og leita. Ef einhver getur sagt til um ferðir Snooby, vinsamlegast látið vita.
En til að hafa það með svo fólk viti nú hvað þetta er þá er hann Snooby minn lyklakippa, hann er bara venjulegur Snooby nema hann hefur smá glimmer til skrauts. Með honum hangir svo einn upptakari og svona föndur band búið til úr tvem plastböndum, annað bleikt og hitt svona ljós blá/grænleitt.
Endilega látið vita ef þið hafið eitthvað verið var við ferðir hans.

fimmtudagur, september 23, 2004

Ef ég væri hobbiti eða álfur?

Sem hobbiti væri nafn mitt: Camellia Toadfoot of Frogmorton. En ef ég væri álfur þá væri það Gilraen Míriel. finnst mér svaka sniðugt :) tékkið á ykkar hér, hvað var ykkar sniðugt?

En hey fyrsta skipti í langan langan tíma sem ég hef séð mælinn fara niðurfyrir -. Það var þegar ég labbaði í vinnu í morgun um klukkan 06:55 þá sýndi mælirinn á sparisjóðnum -1.

miðvikudagur, september 22, 2004

ussususs....

Já hvað getur maður sagt, segi ykkurnþað sem eruð ekki hér heima og slysist kannksi hér inn, þá er farið að snjóa í fjöll og heldur farið að kólna. Gefur lítið á sjóinn og búið að loka Tröð :)
En þar fyrir utan er nú lítið að segja, það er nú alveg svosem komin sá árstími sem við megum fara að búast við vetrar veðri, þó ég sé allavega ekki alveg tilbúin í það akkúrat núna. Kannksi þetta verði til þess að krakkarnir nenni að fara að spila meira, því það nennir nú enginn að vera úti þegar að himininn grætur eins og sparkað hefði verið í sköflunginn á honum.
En hins vegar er mjög gaman að vera inni að spila í góðum hópi eða jafnvel taka videó, en það tekur á budduna ef það er gert á hverju kvöldi.
En nú er mál með vexti, ég þarf að fara að lita á mér hárið þar sem ég er að fara í giftingu þar næsta laugardag. Getur eitthver mælt með góðum sjálfstæðum hárskera, og þegar ég meina sjálfstæðum, þá er ég að tala um sem getur ákveðið sjálfur hvað eigi að gera því ég get það aldrei. Og hef held ég ekki gert síðan fyrir frekar mörgum árum síðan. á ég að fara hér á vestfjörðum eða fara hjá eitthverjum í borginni það er spurningin!? Endilega látið mig vita.
yfir og út.........

laugardagur, september 18, 2004

Friends

Ég fór í gær með fríðu föruneyti fólks og við spiluðum nýja friendsspilið. Valla er það nú frá sögu færandi nema hvað að mitt lið vann lið, meistara Freeman, sem er að ég held mesti friends fan sem ég veit. Kannksi ekki mesti faninn en hann man allan andskotan, þá erum við að tala um smáustu smáatriði.

Það átti að vera spilakvöld aftur í kvöld, en eitthvað er liðið að svíkjast undan því og húshaldarinn, bara dottinn íða um miðjan dag svo það þýðir lítið að ræða við hann! Svo það þýðir að það verður bara bjór í kvöld og ekkert spil með. mér þykir það heldur verra en maður lætur sig hafa það. ;)


miðvikudagur, september 15, 2004

Idol

Idol kom á Ísó í dag, það var nú ekki rosalega margt um mannin en þó nokkuð þó. Þar á meðal voru nú engar aðrar en Sigurbjörg Hallgrímsdóttir og Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir. Og tókst það svona líka með ágætum hjá þeim stelpum. Nema hvað Bubbi náði að klára öll orðin á hana Dinnu sem til eru til að lýsa eitthverjum hamförum ;) og Gugga fór inn og náði að slá met, fyrir stysta tímann. Fórum þarna, þær tóku áskorunum um að skrá sig, gerðu það og völdu svo lagið uppi á biðstofu, ussu suss. Það sem þær láta ekki hafa sig útí :) En það sem maður er nú svekktastur yfir er að þær skyldu ekki fara aftur inn með simma og jóa þegar þær reyndu að draga þær með sér inn aftur til að taka lagið og ekkert bara eitthvað lag heldur Maístjörnuna.

Æj já þetta var gaman, en á að vera löngu farin að sofa svo ég held ég geri það bara zzz....

laugardagur, september 11, 2004

Kveðjureif

Þá kom að því að haldið væri kveðjureif hjá Mæsunni! Loks er hún að láta gamlan draum rætast og fara á vit ævintýranna á Írlandi. I lov jú beibí og á eftir að sakna þín svoooooooooooona mikið.
En ég kem yfir og kíki á þig þegar ég fer út :)
Reifið í gær var alveg bara líka svona skemmtilegt, það var margt skemmtilegra en annað, sem hægt er að skemmta sér yfir í dag og verður hægt svona næstu daga :) dibba jú nów wott æ mín;) hihi.
Úúú... ég fór á 67 í dag, og hver(jir) labbar inn enginn annar en tvíhöfði :) gaman að því.

En ætla að demba mér í sturtu og fara að hita upp fyrir teiti kvöldsins...

miðvikudagur, september 08, 2004

Heldur rólegri

Er orðin heldur rólegri í dag en ég var í gær. En samt er ég pirruð yfir að ná ekki boltanum. Gef þeim smá séns, en þeir verð líka að sýna það að þer séu að fara að koma með þetta stafræna sjónvarp hingað.

Mig langar svo aftur út, ég er ekki frá því að ég sé að kafna þessa dagana. Þá er lítið annað að gera nema bara safna pening og svo skella sér.

þriðjudagur, september 07, 2004

Gef skít í símann!!

Djöfull langar mig að gefa skít í símann þessa stundina. Þar sem það varð af sameiningu símans og skjás eins þá fara þeir ekki í það að koma til okkar sendinum sem búið var að lofa okkur. Sem þýðir að það verður enginn enski hér í vetur. Já ég get nú sagt ykkur það að þeir eru ekki þeir vinsælustu í herbúðum mínum þessa stundina.
Hvernig væri að við myndum bara taka okkur saman, og segja upp símanum og fara að skipta við og vodafone? Í fréttinni segir hann Magnús Ragnarsson sjónvarpsstjóri Skjás-1: "Einnig mun ég í dag óska formlega eftir því við Símann að við uppbyggingu hinnar nýju tækni verði sérstaklega horft til þeirra staða þar sem við erum ekki með dreifikerfi í dag. Með því móti munu sendingar okkar vonandi komast til þessara staða innan fárra mánaða“,
Haha yeah right, skulum sjá hvernig þeir standa við það, þessir ands... vitleysingar.

na ja það er þá bara eitt að gera gefa skít í símann og skjá einn. Fá sér disk og hringja frá ogvodafone!!
I rest my case.

mánudagur, september 06, 2004

Ég heyrði í dag eina sá þreyttustu setningu sem heyrist í útvarpi. Gæti nokkur maður giskað á hana? Ég skal bara segja ykkur það. Það er þegar hann Bjarni Ara tekur sig til eftir hádegis matinn og kemur svo ferskur inn og segir: Bjarni heiti ég Arason og verði ykkur að góðu þið sem eruð að snæða.
Það sem bylgjan er orðin hrikalega þreytt og þreytandi. Svo ekki sé nú talað um 80' hádegi aka óskalagahádegi. Verð nú að segja að mér finnst þetta að verða frekar fyndið, t.d hérna auglýsingin sem segir: Bylgan spilar BARA það sem þú vilt heyra.
Hún spilar frekar lítið af þeirri tónlist sem ég vill heyra, því það er ekki talin æskileg tónlist til að spila á bylgjunni eða ég veit ekki hvað það er. Allavega er þetta alltaf það sama gaulið sem maður heyrir fyrst hjá Ívari, svo í 80' hádeginu og svo aftur hjá honum Bjarna Ara.
Já en svona er þetta maður verður að láta sér þetta lynda þar sem maður er úti á landi lið.
By the way I'm back ;)