The unbearable lightness of being

mánudagur, júlí 17, 2006

vinna vinna dugir ekkert minna

jamm það er víst það sem ég geri mest af þessa dagana. maður verður víst að vinna til að geta leyft sér eitthvað meira.
En annars er ég nú alveg dugleg við að leyfa mér t.d að fá mér eins og einn bjór eftir vinnu eða svo, en samt er ég nú eitthvað farin að róast... ég sver.

Datt nú samt í það á föstudaginn, þar sem ég hafði eitthvað lítið annað að gera, þar sem ég bý útí rassgati og það er sjaldan sem ég nenni að fara strax heim þar sem flanagans er á næsta horni við þar sem ég er að vinna... Endaði allavega þar á föst og leið lá svo á spænsku tavernuna eftir það, og þar hitti ég eitthvern mann sem sat við hliðina á mér á barnum... hann var líka svona bara alemnnilegur og sagðist ætla að verða gestgjafinn minn þetta kvöld, svo hann borgaði bara og ég sat bara og drakk og drakk... Ekki slæmt það:)

Annars get ég líka sagt ykkur það að í dag var christofers street day, og það var sko ekkert venjulega mikið af hommum og lesbíum á götum kölnar í dag, var næstum ómögulegt og næstum bara skrítið að sjá stelpu og strák leiðast hvað þá að kyssast...

Annasr mætti ég nú nokkrum í gær og í morgun á leið í vinnu í leður eða latex stuttbuxum og sást helst í rasskinnarnar, flestir í vesti í stíl með keðjur hingað og þangað eða handjárn dinglandi. En ég náttla svosem var ekki of mikið vör við þetta, því hvar var ég annarstaðar en að vinna...

Hitinn hérna er að drepa mig, get ég sagt ykkur líka, þoli ekki lengi úti í einu því þá er ég strax bráðnuð, en þó maður sé svitnandi allan daginn út í gegn, þá er ég ekki viss um að ég myndi vilja skipta á rigningunni sem ég hef heyrt að sé allsráðandi heima þessa dagana, vikurnar og mánuðina...

Það er svo margt sem ég þarf að gera, eða þarf, meira langar...
t.d að lita ámér hárið þar sem ég er komin með rót niðurfyrir eyru...
Kaupa mér myndavél, svo ég geti sýnt ykkur eitthvað af nýju vinunum mínum og sólina og blíðuna sem er að ganga frá mér hér.
Tékka á svissurunum, þeir eru víst farnir að bíða eftir skrímslinu frá íslandi.
Og fara eitthvað og liggja á strönd í sólbaði, eða tja ég þoli svosem ekki að liggja í sólbaði, en ég gæti fundið mér eitthvað annað að gera, t.d kokteilbar eða eitthvað:)

En jesús minn hvað þetta er orðin tilgangslaus færsla, beest ég fari að hætta henni áður en hún fer útí enn meiri vitleysu...

koma svo fólk kvitta kvitta, það er alltaf gaman ef það er eitthver sem nennir að kvitta...

that's all folks