The unbearable lightness of being

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

jæja komin tími á smá niður hrip...

Eitthvað hef ég heyrt af fólki vera að tua yfir því að maður bloggi aldrei, en ekki er nú nokkur maður samt að gera sig líklegan til að commenta...

En tja, af mér er bara það sama sama, eitthver hefur mig kannksi séð bregða fyrir á klakanum um daginn, þó það hafi nú verið stutt.
Náði að sofa eina nótt í rúminum mínu ómótstæðilega´og í herberginu mínu, þó herbergið mitt hafi verið að fara sýna nokkur ummerki um annað fólk. En magnað fyrir það.
Ég keyrði svo suður og var þar í góðu yfirlæti í nokkra daga, og nennti ekki einu sinni að gera nokkurn skapaðan hlut fór ekki einu sinni á djammið svo kallast geti.

Kom heim aftur á mánudaginn í síðustu viku, eldaði lambalæri fyrir mig, Blandine, Toni og eitthverja stráka í viðbót, með brúnuðum kartöflum og læti, ást svona líka uppí skít... Brunaði svo á síðasta föstudag til svissaralands og hitti þar Sigurbjörgu Scheissedose, sem þurfti að koma að sækja mig til Lindau því ég tók ekki lestina lengra en þangað...

Hún fékk kallinn sem hún býr hjá til að koma og pikka mig upp og það var náttla brunað heim tekin upp kampavínsflaska og helt í sig og tópasinn til að halda uppá allt saman, og svo beint á barinn... Það voru nú ca. 4 á barnum fyrir utan okkur 2 og 2 sem voru að vinna á barnum... Fórum svo á næsta pöbba, þar var nú aðeins meira líf, og held við tvær höfum slegið met í að dreka gin í tonic hratt, allavega voru helvítis glösin alltaf tóm, og kellingin tók andköf þegar við báðum um meira...

En mér svosem leiddist ekki því ég tók ekki upp veskið...
En Sigurbjörg hefur sennilega slegið met í eyðslu þetta kvöld þar sem það fóru rétt um 150 smekkers... Sem kvikindið er ekki en farin að þreytast á að nefna...

Laugardeginum var að mestu leyti eytt í rúminu, fyrir utan þegar við hlupum út og keyptum okkur að éta, sem ég btw borgaði... og svo var seinnihlutanum eytt þar líka, þeas í rúminu þar sem dönerinn fór alveg með mig, svo ég var best geymd þar held ég...

Svo var ferðinni haldið aftur á barinn en aðeins fyrr en á laugardeginum eða svona um 21:00 svorum við mættar, og ég átti að borga þetta kvöld, stóð í eitthverjum samningum sem Sigurbjörg var með í höfðinu...

En þar sem vinur eða vinir hennar voru mættir á barinn áður en að við mættum, þá kom ég ekki við veskið mitt... og vorum búnar að fá í glösin áður en við settumst niður... en það var gin í tonic, svo kom freyðivín, svo kom beilís og svo komu eitthver sæt skot þarna inní milli sennilega eitthvað með passoa eða eitthverju álíka, en við náðum aldrei að klára úr glösunum, þá meina ég aldrei, því við vorum komnar með ca 4 á kjaft, þegar Sigurbjörg gat ekki meir, svo ég tók mig til og kláraði allan pakkann... Og miðað við þetta allt saman þá sér kannksi glöggt fólk að við vorum komnar frekar snemma heim, eða um 2 leytið vorum við komnar í koju.

Vaknaðar þar af leiðandi fyrir allar aldir eða um 10, þá vildi sigurbjörg óð fara út á musti´s og fá okkur að éta, en ég náði nú að draga það, þar til rétt um hádegið, en þegar við mættum var nú ekki einu sinni búðið að opna, svo við þurftum að dúllast fram og til baka um göturnar til að bíða eftir að liðið mætti, sem átti að mæta klukkan 12, en drullaðist ekki í vinnu fyrr en korter yfir og við orðnar gjörsamlega hungurmorða!!! svo ég rauk inn strax á eftir kallinum, og Sigurbjörg sökk í gólfið, því það var náttlega of kjánalegt, en þar sem ég var að dauða komin gat ég ekki annað...

fengum okkur börger ef maður getur kallað, með frönskum sem voru eitthverjar krullufranskar, þær asnalegustu sem ég hef séð allavega...

svo var haldið á rúntinn, og við rúntuðum fram og til baka hingað og þangað í nágrenninu og fórum til lichtenstein, þar sem við stoppuðum á því dýrasta interneti sem ég hef nokkurtíman á ævinni farið á, en þar sem ég var búin með mína peninga þá borgaði sigurbjörg, en borguðum 6 franka fyrir hálftíma!!!
En sú netferð skilaði litlu, en þar sem Sigurbjörg, náði með helvítisbrussu skapnum í sér að eyðileggja tölvuna heima hjá sér daginn sem ég kom, svo við gátum ekki farið á netið, en ég átti eftir að redda mér einhvernvegin heim til mín aftur, þá þurftum við að komast á netið, það var mjög lítið sofið sunnudagsnóttina því ég var með svo miklar áhyggjur af því hvernig ég átti að komast heim til mín...

En ég reddaði því ég gær, en var nú ekki mikið ódýrara, en ferðalagið tók ca. 13 klukkutíma, lest til lindau, þaðan á internetið, fann þar eitthverja kellingu á leið til köln, en hún var í münchen svo ég þurfti að bruna þangað, sem þýddi 3 tímar í lest og svo að finna Allianz arena, fótboltavöll bayern munchen...

Svo brunað heim með eitthverjum gellum, sem höfðu aldrei nokkur tíman komið til kölnar, og ég var á tímabili að drulla í mig, en komst á leiðarenda seint og síðar meir...

Pantaði mér btw flug heim í dag, kem heim 18. des, er ekki búin að panta flug til baka aftur, en verður senniega svona í kringum 7. eða svo...

En hins vegar þarf ég að komast alveg heim eftir það, svo ef eitthver er á leiðinni í víkina á þeim tíma og hafið pláss fyrir tvo endilega látið mig vita!!!

þar til næst

over and out