The unbearable lightness of being

laugardagur, september 30, 2006

7 mánuðir...

Vá ég fór allt í einu að pæla í því, ég er búin að vera hér í 7 mánuði, þetta er búið að vera eins og thunder að líða... og ekki líður á löngu þar til jólin koma og ég verð komin heim í sæluna í allavega nokkra daga...

Eitthvað hafa þessir síðustu dagar veriðað pirra mig, og mikil hugun í gangi, best sennilega að hugsa ekkert og vera bara alltaf djollí á því, þó svo að það gangi ekki allt eins og maður vill og sé að því komin að gefa manni og anni á kjaftinn annað slagið, en lítið svosem sem maður myndi græða á því svosem...
En kannksi sennilega mitt vandamál, þar sem ég á við það vandamál að stíða að geta ekki sagt það sem á mér hvílir, og geymi það frekar inni í mér og hugsa og hugsa og verð á endanum hálf snar af hugsunum... En tja, bara eitt að gera í því, bara halda á að vera djollí og reyna að brosa framan í heiminn...

mánudagur, september 11, 2006

Nafnið mitt

Ég náði að ræna þessu af eitthverju bloggi, fannst þetta nú svoldið sniðugt, svo ég henti þessu inn hjá mér, þetta er s.s það sem nafnið mitt þýðir... sumt af þessu gæti nú alveg passað, en ég er nú ekki alveg viss um allt saman...

E: A Hottie
V: You are not judgemental
A: You have trouble trusting people

O: You love foreplay
L: You always make other people smile when you smile
Ö: You´re wild in bed
F: People totally adore you


Hér koma svo allir stafirnir, en þar sem íslenskustafirnir Þ Æ og Ö eru þarna inni, þá gruna ég nú eitthvern íslendinginn um að hafa bætt þeim inn, og látið þá koma vel út fyrir sig:D
En þið getið tékkað á ykkar nafni...

A: You have trouble trusting people
B: You are always fun when it comes to meeting new people
C: youre wild and crazy
D: You are popular with all types of people
E: A Hottie
F: People totally adore you
G: You are very friendly and understanding
H: You have a very good personality and good looks
I: You Hate Liers
J: Everyone loves you
K: You like to try new things
L: You always make other people smile when you smile
M: Success comes easily to you
N: You'r great in bed
O: You love foreplay
P: You are very friendly and understanding
Q: You are a hypocrite
R: You are beautiful, and sexy
S: People think you are so sexy
T: You are one of the best in bed
U: You are really chill
V: You are not judgemental
X: You never let people tell you what to do
Y: you make every experience great
Þ: You´re fkn hot
Æ: You are outgoing person
Ö: You´re wild in bed

Annars allt við það sama, sumarið er komið aftur, alltof heitt fyrir minn smekk, 27 gráður eða eitthvað svipað... það sem því fylgir náttlega eru skrilljónir randalína og alls þess sem því fylgir... ekki frá því að ég sé bara meira fyrir veturinn og haustið, kulda og engar flugur og drasl...

Jæja sé ekki best að ég komi mér í bæinn, búin að vera á leiðinni núna í sennilega meira en viku, en hef ekki enn komið mér í það, svo ég læt verða af því í dag...

Over and out...

fimmtudagur, september 07, 2006

Near-death experience

Var á barmi taugaáfalls, held það sé að mestu leiti liðið hjá, nema þegar eitthvað lítið hreyfist í kringum mig...
Þannig var nú mál með vexti að ég rík að stað í vinnu um hálf sex í dag... tók smá röltitúr þar sem ég missti að strætónum sem ég ætlaði að taka og þurfti þá að labba til baka á lestarstoðina... stoppaði á shell og kippti með eitthverju að éta og svoba þar sem lestin átti ekki að koma fyrr en 10 mín seinna...
Sit svo á lestarstoðinni í mínu mesta sakleysi, búin að éta og svona og ríf upp bókina sem ég er að lesa, og ríni í hana, þegar ein af mínum bestu félögum kemur og sveimar í hringum mig, ég enn bara sallí og veifa til hennar, bara svona létt, en hún greinilega verður eitthvað pirruð á mér helvítið af henni og neitar að fara í burtu, endar með að ég þarf að standa upp og taka regndansinn, sem ég tók með þvílíkum stæl, annað eins hefur ekki sést, gott ef ég tók ekki nokkur gól með...
Hún ríkur á brjóstið á mér og nær að stinga mig, ég enn í fullum gír að dansa og góla...
reyni svo að kíkja en þar sem ég var með létt taugaáfall reyni ég að kíkja á brjóstið á mér, er hún þá ekki búin að koma sér bara vel fyrir þar, liggur þar þessi meri og ég sver það ég sá glottið á henni, þá tek ég en meiri sveiflu í dansinn og hendurnar með...

Þetta var s.s mín lífsreynsla eftir daginn í dag, að vera stungin af vespu í bjóstið, og skildi btw stingin eftir til minningar fyrir mig...

Ég fer eftir þetta inní lestina, og kæru vinir ég er ekki að grínast, ég var á barmi taugaáfalls, eða eins og Ross sagði í friends þá var þetta near-death experience...
Þar sem ég átti alveg eins von á að vera að deyja, svo ég ákvað að hringja í Sigurbjörgu til að kveðja...
hahaha en vá ég sat í lestinni titraði og skalf, svittnaði eins og mófó og alltaf að tékka hvort brjóstið væri ekki enn á sínum stað... fólk í kringum mig var farið að gefa mér skrítið auga, en það er svosem ekki skrítið, það er samt óheppið að hafa misst af dansinum...
En þar sem ég er nú frekar hrædd við þessi kvikindi þá var þetta nú ekki til að bæta á það, og og ég í mínu móðursýkiskast þarna, þá munaði ekki miklu að ég myndi líka fara að grenja, en sem betur fer þá gat ég nú harkað það af mér... En þegar ég mætti í vinnu þá spurði vinnufélagi minn hvort ég væri grenjandi... en ég var það ekki, en næstum því... hahahah það hefði náttla alveg toppað þetta...

Ég er enn að drepast í brjóstinu, vona nú að ég þurfi ekki að láta skera það´af, en það hlýtur að koma í ljós á næstu dögum, hvort það haldist á eða helvítis vespan hafi verið eitruð og það detti kannksi af...

svo núna er það þannig að minnsta hreyfing lætur mig fá móðursýkiskast. En ég get allavega huggað mig við það að helvítið hefur drepist eftir þessa árás, enda liggur alveg dauðadómur fyrir svona árás, ekki spurning...

laugardagur, september 02, 2006

Sunnudagsbíltúr


Við fórum í sunnudagsbíltúr síðasta sunnudag, við Toni sem endaði í Darmstadt sem er rétt hjá Frankfurt... það var alveg bara magnað, tókum reyndar smá krók, þar sem autobahninn A3 var lokaður þurftum við að keyra fyrst til Koblenz og þaðan svo til Darmstadt, en hann tók eitthvern vitlausan veg, þeas tókum 66 í staðinn fyrir 67, keyrðum s.s nokkra auka kílómetra, en það var bara gaman.
Haldiði svo ekki að stelpan hafi tekið jómfrúartúrinn á autobahninum á leiðinni til baka á mánudaginn... Jebb jebb stelpan alveg að gera sig á autobahninum, svigandi svoleiðis hægri vinstri milli akgreinanna algjörlega eins og atvinnubílstjóri eins og sést á myndinni, sjáiði ekki hvað ég er atvinnumannaleg þarna:D

Fór í ljós í gær, þar sem ég var orðin eins og kríuskítur, en ekki lengur, því núna er ég brunarúst, það var eins gott að ég valdi bara miðlungs bekk en ekki eitthvern túrbó, þá hefði mjög sennilega þurft að sópa mér útúr bekknum og senda mig í krukku heim á klakann...

Og Bjarnveig farin heim aftur, kíktum aðeins út í gær, tókum lokahnikkinn á ferðina, fórum á eitthvern bar og fengum okkur caipirina, var voða rólegt þar, sátum tvær með barþjóninum, en kokteilinn kostaði bara 3€ svo við drukkum 3 á mann, og spjölluðum og spjölluðum bara í rólegheitunum, var voða næs, kíktum svo á einn vin hennar sem var í nágrenninu, og hvert var svo haldið annað en á tavernuna, þar sem við gátum setið og drukkið og drukkið langt fram á morgun...

En ég held að ég ætti að fara að koma mér að sofa í hausinn á mér núna...

Gute nacht ihr süsse...