The unbearable lightness of being

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Ég lifi...

Ég henti hérna upp vangaveltum einhvertíman um hvort maður segir írakskur eða íraskur og ef ég skil þetta rétt þá getur þetta bæði verið rétt... þá loksins hef ég fengið niðurstöðu í þetta mál:) og ég ætla þá að nota írakskir, því mér finnst það flottara...

Oh, djöfull langaði mig að rota eina kjellingu áðan maður, einhver gömul herfa í strætó-skýlinu niðrá lækjartorgi. Ég kem þarna í mestu makindum bara og stend og er að bíða ásamt einhverju fólki ( ég nennti nú ekki að spyrja hvort tólfan væri farin, mig grunaði það en ákvað bara að bíða smá stund og rölta svo kannksi bara heim)
Kemur þristurinn og þá byrjar kjellingin, gargar á liðið við hliðina á mér, Þarna kemur þristurinn, það stendur ekki s, en hann fer samt sömu leið!! inn miklubrautina... fólkið bara eitthvað jaaaá ,hálviti, við kunnum líka á strætó...
Þau fara og ég er ein með kellu... Jæja, svo kemur:
Kjellingin: eftir hverjum ert þú að bíða??
ég náttla svara, tólfunni.
kjellingin: Já, það var nú að fara hérna hjá rétt áðan, en jæja að getur komið önnur...
Jájá ég hef engar áhyggjur af þessu....
(svo kemur næsti strætó, sexan, Kjellingin röltir af stað, jæja kellingin að fara heim...
Nei svo heyri ég bara: já ert þú að fara babababa, og eitthvað svo heyri ég já en veistu hvað með tólfuna, kemur hún aftur ( og ég bara wadda, er kellingin að fara með henni eða?
og kellingin heldur áfram, en ellefan getur maður farið með henni eitthvað diriri...
Eitthvað hefur strætóbílstjórinn sagt, en þá heyri ég
Kjellan: nei ég er nú bara að spyrja hérna fyrir þessa ungu dömu hérna!!!!!!
WADDA?? Hún var ekki að spyrja fyrir mig, mér var nokkuð sama hvert eða hvort eða what ever þessir strætóar voru að fara!!
Snýr kellan sér við: Hvert ertu að fara?? ég bara nett pirruð: Bara heim, get svosem labbað, það er ekki það!!
Kjellan: Hvar er það?? (hvað kemur henni það við??)
bara hérna rétt hjá, ég redda þessu!!
Já hvar!!!
Djöfull þá var ég orðin svo pirruð... bara hérna hjá háskólanum...
Nú þá hefðuru nú getað tekið sexuna!!
MÉR ER SKíT SAMA GAMLA KELLING!!
svo ég rauk útúr skýlinu og labbaði heim.

BTW. þá fór ég með gamla settið og systur mínar út að éta á frakkana á sunnudaginn, það var algjör snilld og fórum svo í keilu, þar sem ég varð the family master!! ekki spurning:)

Nokkrir dagar!!! hólí smólí
hvað tekur þá við?...

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

klukki klukk...

Mæsan klukkaði mig, svo ég get ekki skorast undan því...

Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:
Bar út Vestfirska, bæjarvinnan í Bolungarvík, á Shell, Barnapía.

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Love and basketball, Stella got's her groovie back, Higher learning, a knights tale.

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Bolungarvík, Reykjavík, Köln and that's it

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Friends, Lost, Kevin Hill, Mile High

Fjórir (eða fleiri) staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Danmörk, Tyrkland, Frakkland, N-Írland

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíðurnar):
mbl.is, bb.is, kvikmynd.is, b2.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Hvalsteik, Rjúpa, popp og kristall

4 bækur sem ég les oft..... í:
Ísl-þýsk, þýsk-ísl orðabók, pöntunar bókin í vinnunni, Bettý, símaskráin

Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:
Á BSÍ að fá mér að éta, á Hawaii, Í Egyptalandi, Afríku

Fjórir bloggarar sem ég klukka núna:
Brynja María, Stefanovich, Aron, Inga Lára