The unbearable lightness of being

mánudagur, júní 27, 2005

Stelpan á leið í háskóla.

Ég þrammaði niður í banka áðan og borgaði gíróseðilinn uppá skólavist í vetur, það sveið smá en það "reddast". Nú verður það aðal höfuðverkurinn, hvar á að búa í bænum, er einhverstaðar hægt að fá húsnæði, sem kostar ekki milljón og á góðum stað, það er að segja nálægt skólanum.
Er ekki einhver að fara að fara suður og til í að leigja með stelpunni? ha? Dibba, Gugga?? Já eða bara einhver sem er á leiðinni suður og vantar líka húsnæði. Látið heyra í ykkur.

verðandi háskólamær... yfir og út...

miðvikudagur, júní 22, 2005

Það er freistandi

Vá hvað mér þykir það freistandi að panta mér flug til útlanda, mig bara langar út í smá heimsókn og er alveg að deyja, kannksi ég láti verða af því, hver veit. En þar sem það eru ekki til neinir gífurlegir peningar á þessum bænum, þá ætti maður kannski að sleppa því, maður þykist vera á leiðinni í skóla, sem er jafn óráðið og hvað annað, því mig langar miklu frekar að fara eitthvað út að læra eða út að dandalast eitthvað. En ef ég þekki mig rétt þá enda ég í borg óttans því ég veit ekki hvar ég á að leita að hinu...

Og hitt er hvað á ég að fara að gera þegar Bakkavík lokar? það er ekkert vika eða tvær nei það eru sex vikur! En það er eitt sem er líka óráðið, afhverju ekki bara að skella sér þá til útlanda í nokkra daga og svo verða peninga málin bara að "reddast" eins og þau hafa svo oft þurft að gera :S

kveðja úr veröld óvissunnar...

mánudagur, júní 20, 2005

Löng helgi

Já það var löng helgi sem er nú afstaðin. Fínasta þrát fyrir allt. Stelpan var edrú á fimmtudeginum, keyrði bara fyrir hinar krútturnar. Svosem ýmar ástæður fyrir því. Hefði kannksi átt að vera róleg hina daga helgarinnar líka, en ég hafði ekki þolinmæði í það.
Laugardagurinn var frekar ljótur, þar sem við stöllur "vöknuðum" um eitt leytið, eða dröttuðustum allavega framúr þá, hægt að deila um hversu vaknaðar við vorum, brunuðum í áfengisbúðina, og keyptum byrgðir fyrir laugardaginn. Svo lagðist ég aftur uppí rúm, fór framúr um hálf sjö og reyndi að gera mig sæta fyrir ballið. Tja er nú ekki svo viss um að það hafi tekist , en við skunduðum á ball klukkan 23:00, með rútu stjörnubíla, sjaldan eða aldrei lagt svona snemma á ball. En það var alveg bara ágætt.

Sumir sem áttu leið sína til Bolungarvíkur þessa helgina, voru nú skemmtilegri en aðrir. Það verður nú alveg að segjast eins og er.

En góð helgi engu að síður. En hvernig er það fer ekkert að koma pása í þessum málum? ;)

miðvikudagur, júní 15, 2005


Hún á afmæli hún Tinna gella í dag! Hjartanlega til hamingju með það gæska!! Posted by Hello

þriðjudagur, júní 07, 2005

Massa helgi...

Þessi helgi var hreint mögnuð. Rosalegt fjör í Kjallaranum á föstudaginn, hjá mér stendur hann eiginlega meira uppúr en Brimkló, sem var á laugardaginn. Þó þar hafi verið mjög gaman líka. En þar var svo mikið af fólki að maður gat ekki hreyft sig, allavega ekki að ræða það ef þú varst með bjór í hönd, náðir kannksi einum sopa áður en þú fékkst hann yfir þig :)
En það er alveg svakalegt sumar í vændum, tvær helgar í Papa í Súðavík og fjórar í Stuðmenn í Bolungarvík. Ásamt fullt af öðru, ekki sé nú minnst á Ögur, það verður nú ekki klikkað á því.

Lifði heil...