The unbearable lightness of being

fimmtudagur, desember 29, 2005

Afmæli

Ég held ég sé að fara með nokkuð rétt mál þegar ég segi að það séu bolvískir tvíburar sem eiga afmæli í dag... Elmar og Þröstur, orðnir tuttugu og slatti:) til hamingju með daginn strákar!




Shit þessi leikur maður verður ekkert smá húkkt á honum...

jólastúss...

Það er að mestu leiti yfirstaðið...

Ég borðaði skötu, hálft barð og ég lýg því ekki.

Ég var ömuleg í jólakortagerð þetta árið, sorry allir sem ekki fengu kort, reyni að bæta úr því á næsta ári.

Rjúpan var mergjuð.

Fékk fullt af pökkum, sem t.d innihéldu, buxur, liverpool meistaradeildartreyjuna, tvenna jakka, ilmvatn, pumapeysu, bol, krem og dót, konfekt, brandarabók, 6 rauðvínsglös, svo eitthvað svona handmade bæði frá Hjörnýju og báðum ömmunum mínum.

Varð smá hittingur á jóladag, tveir sjö bjórar, var bara alveg ágætt.

Á annan átti pabbi náttla afmæli svo það var hér matur og kaffi og kökur eftir það, hreindýr í matinn sem var hrikalega gott, ask anybody:)

fórum svo á el Kjallaros, það kom saman landsliðið, tók nú reyndar ekki eftir því fyrr en seint og um síðir að karlpeningurinn var í stórum meirihluta, þ.e.a.s við vorum bara 3. Það var tekin upp gítar og sumir reyndu meira á raddböndin en aðrir:)

Við mæsa vorum ómögulega að nenna á ball, vorum komnar í þvílíkt game þarna niðurfrá með tvö gítara og söngvara og fullt af bjór og skotum og drasli eitthverju. En létum svo tilleiðast um 2 leitið, héldum að sjálfsögðu að ballið hefði byrjað klukkan 12, en það var auðvitað bara vitleysa, eða allavega vitleysa að halda að það ætti að vera til 4.
En við þurftum hvorki að borga taxa né inná ball svo þetta slapp nú alveg.
Heilsaði uppá liðið sem maður þekkir þarna innfrá, var alveg bara ágætt.

Mættum svo galvösk í partý, en þá var víst eitthvað búið að "taka aðeins til"
i húsinu þar sem fyrrverandi hafði komið í heimsókn, svo ekkert varð úr því partýi.

Þessir djammarar hérna eru nú eitthvað orðnir slappir, svo jólin eru bara með rólegasta móti:)

Þá eru það bara áramótin eftir, er að vona að fólk taki bara stefnuna á Benna Sig, því þar verður án efa allt fjörið.

laugardagur, desember 24, 2005

Gugga lugg

Hún á afmæli í dag stelpan, Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, Hvorki meira né minna en orðin tvítug stelpan. Guðbjörg, hjartanlega til hamingju með daginn!!

Guðbjörg einn linkur hérna til að svara spurningu okkar úr vinnunni um daginn;)




Til allra hinna vil ég segja gleðilega hátíð.

mánudagur, desember 19, 2005

home sweet home

Jebbs er komin heim í sæluna, byrjaði á því að fara á shellarann og fá mér börger með Mæsunni, er ekki komin lengra en það, jú henti í þvottavél og lagði mig:D

Fór í bíó í gær með gamla, sáum King Kong power sýningu, það er alveg hreint bara ágætis mynd, hafði bara mjög gaman að þessu, ætluð að skella ykkur á svona power ef þið hafið kost á því.

föstudagur, desember 16, 2005

fíll á ferð

ég sá á mbl að það gengur einhverstaðar fíll laus, það er líka einn að koma heim eftir helgi, en krakkar ekki verða hrædd, þetta er bara ég...

miðvikudagur, desember 14, 2005

Ammæli

Úff það eru svo margir sem eiga afmæli í desember, hvað er fólk að meina með því eiginlega? fyrst var það Helena 2. svo Rebekka 3. Lilja 5. Mæja Bet 7. Amma 9. Svo var nú bara frí alveg þar til í dag, þar sem Bjarnveig á afmæli í dag er orðin 25 ára gellan, það verður eitthvað gert í tilefni að því, út að borða og jafnvel bjór, hver veit :)

úú það fer nú bara að líða að því að maður komi heim í sveitina, það verður sæla.

ég þoli ekki að kaupa jólagjafir, mér finnst það of erfitt, veit aldrei hvað ég á að kaupa fyrir hvern og einn.
ég er ekki búin að skrifa jólakort, en hver veit kannksi ég komi mér í það fyrir jól.
á enn eftir að senda jólapakka út, búin að senda einn, og á eftir að senda allavega einn, huxa að ég láti það duga.