The unbearable lightness of being

fimmtudagur, júní 29, 2006

langt síðan síðast...

Já það er víst orðið heldur langt síðan síðast... En varð nú að henda hér inn einni færslu til að segja ykkur frá lífsreynslu minni í dag... sit í mínum mestu makindum með vinkonu minni á kaffihúsi og við böðum okkur í sólinni.
Svo röltir gæji framhjá, og ég náttla, nei bíddu nú við eitthvað kannast ég við þennan gaur...
Þá var það Guðjón Valur á röltinu í Köln bara með eldri dóttir sína og fullt af pokum. Ég náttla stóðst ekki mátið og á eftir honum og varpaði kveðju á kappann, en var samt eins og fáviti, trúið mér, gat nú ekki einu sinni byrjað að tala við hann á íslensku heldur byrjaði ég á þýsku, og hef ég sennilega verið eins og epli í framan, þegar ég var að reyna að böggla orðunum útúr mér...

En við spjölluðum bara og hann bara voða næs gæji, sagðist ætla að draga strákana með sér einhvertíman á veitingarstaðinn þar sem ég er að vinna, ekki væri það nú slæmt
:) hefði átt að spyrja hvort hann gæti ekki reddað mér ársmiða á leiki gummersbach, en var nú ekki að því, geri það kannksi næst:)

En þetta var allavega mjög skemmtilegt fannst mér og varð að deila þessu með ykkur, ekki oft sem maður rekst á íslending á götum kölnar, eða allavega ekki svo þú vitir að það sér íslendingur...

Annars er það að frétta af mér að ég geri lítið annað en að vinna og svo drekka bjór annað slagið eftir vinnu. En alvöru HM stemmingu hef ég svosem ekki upplifað, þar sem ég er bara inná barnum að skenkja í glös... Sem mér finnst frekar svona fúlt, en tja maður verður víst að vinna til að lifa, tek bara HM í handbolta með trompi, það verðum við líka með og þá verður farið á leiki. Spilað verður hérna í köln og úrslit verða spiluð hér og auðvitað reikna ég með að ísland verði í þeim leik og þá verð ég þar!!!

Annars er ég með nýtt númer ef ykkur langar að splæsa á mig sms-i já eða tala nú ekki um símtali... 0049-1748383655