The unbearable lightness of being

miðvikudagur, apríl 19, 2006

stripschule und nacktputzen...

já það er sko allt til, spurning hvort maður ætti að skella sér í annaðhvort, helvíti vel borgað!! bwahaha....

Uss veit nú ekki hvort ég eigi að segja frá því, en maður hálf vonar að Arsenal fari áfram í úrslitin... var að horfa á leikinn áðan, og þeir voru miklu betri, fannst mér. En vá hvað ég hefði verið pirruð yfir dómaranum ef ég hefði verið Villareal fan, fannst hann svoldið svona skrítinn á pörtum, en ekki það, þeir lágu eins og hráviði útum allan völl stundum.

Vá ég er ekki að trúa tví að hún Sigurbjörg sé að koma hingað til mín eftir 13 daga!! vá það verður eitthvað!!

Ég var búin að vera voða róleg hérna síðustu daga, bjórlausir dagar svoleiðis í törnum, svo kemur upp að mér eitthver gæji í gær og spyr hvort hann megi spyrja mig nokkurra spurninga, ég náttla eins og alltaf gat ekki sagt nei... hann segist vear að gera könnun um bjór... já já tel mig nú vita eitthvað um það og gæti bara verið gaman...
Nei þá dregur hann mig eitthvað afsíðis og inní eitthvað hús, upp helling af tröppum, leið eins og það væri verið að fara með mig ég veit ekki hvert... En ég fer með, og enda svo á eitthverri biðstofu og send þangað inn og sagt að bíða...
jájá ég geri það, stuttu seinna kemur eitthver kona, jæja eigum við að byrja þetta?? hmm... ehh já. og við förum inní annað herbergi, var eins og á rannsóknarstofu, glerhurðir og hvítir veggir, inni í herberginu beið mín svo diskur með einni fransbrauðsneið og vatnsglas... Jájá maður fær bara að éta og allt...
Nei nei þá var ég komin í bjórsmökkunar könnun! verið að framleiða e-n nýjan bjór hérna, fékk að smakka 5 bjóra, sem ég hef ekki hugmynd um hvað var, sennilega var verið að tékka á hvaða stig fengi bestu viðbrögðin og verður framleiddur þannig, eða piff hvað veit ég... en þetta var upplifelsi, verð nú að viðurkenna, var ekkert alveg viss um hvað hún var alltaf að spyrja um, sagði bara já og nei til skiptis, reyndi að hljóma voða klár...
fékk svo litla gjöf að launum fyrir að drekka fyrir þau bjórinn, gat valið eitthvað sjampó og deo og eitthvað drasl, ég fékk mér nú bara snickers og labbaði út voða sátt!!

sunnudagur, apríl 16, 2006

Páskar

Gleðilega páska allir saman!!

Ég sit hérna heima hjá mér með tölvuna á fanginu og er að horfa og hlusta á Rokkhátíð Alþýðunar, ótrúlegt tæki þetta internet!! Mér finnst þetta alveg magnað.
HAHA klukkan er nú að detta í eitt heima og mér sýnist áhangendur rokkhátíðarinnar, margir vera komnir á annarlegt ástand, klirandi uppá svið, rífandi af sér spjarirnar og ég veit ekki hvað og hvað. En það er bara gaman að því!! :D
Ég var að horfa á KAN fyrr í kvöld og Hebbi minntist á Bolungarvík og ég veit ekki alveg hvað kom yfir mig en það læddist fram tár, kom upp smá heimþrá þarna á tímabili. Naja en það var nú ekki alvarlegt.

Páskarnir að detta í hús, og ég á ekkert páskaegg...
En það er nú ekki svo slæmt, hef heldur ekki gott af þessu súkkulaði, ét nú víst nóg!
Ég fór að hugsa um það um daginn, ég hef ekki verið heima á páskum síðan páskana 2003 held ég. 2004 fjögur þá bjó ég hér í Köln, 2005 var ég hjá henni Mæsu minni á N-Írlandi og í ár 2006 verð ég hér í Köln.

Ekki er ég enn komin með vinnu, en er nú samt að fara að vinna á veitingarstað hérna í hverfinu annaðkvöld og annan í páskum. En það er ekkert fast, ekki fyrr en þá kannksi í sumar þegar garðurinn verður opnaður...

Hey svo verð ég að segja ykkur eitt, ég fór niður í gær sat í mínum makindum inní eldhúsi að fá mér að éta. Kemur þá annar hundurinn trítlandi inn, en hvað var hann með, hann var með bleyju bundna um rassgatið á sér, WADDA?? Mér fannst þetta heldur skrítið, hvað var að gerast þarna eiginlega. Heyrðu þá er hundrassgatið á túr, og þetta er s.s "dömubindið" hans...

Btw, þá bý með 6 öðrum og tvem hundum.

en að lokum þá segi ég bara aftur Gleðilega páskaog hafðið það öll sem best!!

föstudagur, apríl 07, 2006

Sigurbjörg!!!

Þessi færsla verður eingöngu tileinkuð Sigurbjörgu.


Sigurbjörg, 22 ára ertu orðin, búin að ná mér, svei mér þá :),
ég sver mér finnst eins og við hefðum kynnst í gær, en það eru víst komin nokkuð mörg ár síðan... vorum við ekki í 7. og 8.bekk í grunnskóla, já það er víst frekar langt síðan að það var. Það er nú samt eitthvað lengra síðan, að ég og Kolla komum og spurðum eftir þér, en þú skelltir á nefið á okkur, með þeim orðum “ mér finnt hún leiðinleg”, bwahaha shit þessu mun ég aldrei gleyma!! :)
Vá við höfum nú lifað tímana tvenna eins og sagt er, (hehe tala eins og við séum orðnar hundrað) En vá samt, hvað það hefur mikið gerst á þessum tíma...
Þegar við fórum í útilegu, en gátum ekki farið nema uppá Skeiði, þar sem einhverjir máttu ekki fara lengra.
Fengum lánaðan sumarbústaðinn inní Syðridal, með góða grillinu og enn betri steikum sem ég grillaði af þvílíkri snilld!! Og þú og Birna duttuð í að í fyrsta skipti.
Einhvertíman fórum við líka með Kollu í sumarbústaðinn/dúkkukofan í Syðridalnum og gátum valla farið út fyrir kríum, böðuðum okkur svo í ánni og kindaskítnum á bakkanum, en það var ekki í sömu útilegu sem Maja fór í fílu við okkur því við hentum svalanum hennar útí ánna, og sögðum, “ Þetta er allt í lagi!! Hann er með köfunargleraugu!!”

Þegar ég var ein heima og þú áttir að sjá um kartöflugratínið, en hvað varð um það?? ekki nema að ég heyrði að þú varst að míga á þig af hlátri, að við sluppum við að éta alhárugt og rykugt gratín sem dottið hefði í gólfið!! :D bwahahaha

Og enginn nema þú, getur hafa farið inná ísó á búðarráp í sitthvorum skónum!!

Akureyrar svall/sukk heimsóknirnar til Mæju Betar, fátt meira snilld en það, nema sé tekið inní ferðirnar til Reykjavíku og ekki sé nú talað um svakalegustu ferð allra tíma, þegar skundað var síðasta haust til Eyja og sofið á 5 stjörnu hóteli í hjarta Vestmannaeyja!! Við vorum án efa, allra ferskustu og fallegustu gestirnir í þeirri veislu!! :) Svo ekki sé nú talað um ferðina heim, eða bíddu... nei ég MISSTI af henni!!!

Rúntarnir, fylleríin (ekki svo ófá víst...) Mánudagsfylleríið heima hjá Tinnu, Miðvikudagurinn heima hjá Tinnu en með Einari, í kreisí veðri...
Heima hjá Magga og allir dauðir, nema ég og þú, og við skunduðum inná ísó í skólann, misgóðu ástandi samt...
Þegar við fórum á "pöbbarölt" í Bolungarvíkinni fögru, eftir að við misstum svo til báðar af laugardagskveldinu...:)
Spilakvöldin með strákunum, fylleríin með Stebba og Ingó, vodki, sítróna, kaffi og sykur.
Tequila... oj...
pictunary og kana kvöldin okkar, með yfirleitt aðeins af snakki eða sælgæti og kóki með...

En þetta fer nú að verða komið útí vitleysu, það er svo ótal margt sem ég gæti talið hérna upp, en hugsa að ég láti hér við sitja...

Að lokum, Sigurbjörg þú ert mín allra besta vinkona, ég sakna þín svoooona mikið!!!
Hlakka þvííííííílíkt til að hitta þig, eftir ekki svo marga daga, 25 eru þeir í dag!!!
Elska þig, og vona að þú eigir og hafir átt besta dag í geymi!!!

Þúsund slummukossar og kremjuknús!!

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Tja ekki alveg með þetta á hreinu greinilega...

Ég á víst heima á
Edmund-ter-Meer-Str.22
51061 Köln.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Jahérna...

Ég sver tad, hvad er tetta med Týskaland og loka klukkan 12?? ég reif mig upp fyrir allar aldir til ad geta nú klárad hitt og tetta, maeti svo á einn stadinn sem ég tarf ad ná í nokkra pappíra, nei ég kom klukkan 12:25 tá var náttla búid ad loka, tarna er bara opid klukkan 8-12 alla daga, hvad er tad?? jaeja svo ég gat ekki nád ad klára tetta í dag, verd ad gera tad á morgun tá, tví ég er víst ad fara ad sjá um Oberdörffers krakkana frá midvikudagskveldi fram á fimmtudagskvöld, jamm 24-26 tímar, tad verdur allavega eitthvad í vasann fyrir tad:)

En ég er nú allavega búin ad skrá mig inní landid núna loksins... og tá komin med heimilisfang, ef tid viljid senda mér póst eda bara eitthvad skemmtilegt...
Bernhard-ter-Meer-Str. 22
51061 Köln

Og tetta er alveg útí rassgati, en tad er samt ágaett, nema tegar ég var ad labba heim í nótt, eda um hálf eitt, tví ég tarf ad labba medfram autobahnanum og ödrumegin er slétta og hinu megin er skógur, já og engir ljósastaurar! svo tad er frekar dimmt, en tar sem ég er svo mikid hörkutól tá harkadi ég tad nú af mér án tess ad leida hugan ad draugum, úlfum, rottum, rónum og tessháttar, en ég verd sennilega ad kaupa mér vasaljós til ad hafa í töskunni:D

Ég aetla ad fara ad koma mér til ad kaupa eitthvad inn svo ég eigi eitthvad heima til ad éta...

Over and out

sunnudagur, apríl 02, 2006

Jaeja allir saman...

Tad er trýstingur ad heiman frá nokkrum um ad ég eigi bara ad koma mér heim og vera ekki ad tessari vitleysu, manns er víst saknad í vinnunni, hrikalegt sem madur hlýtur ad vera skemmtilegur;) Tja ég veit nú ekki enntá hvernig tetta endar, ég er reyndar búin ad fá herbergi en ég á enn eftir ad fá vinnuna... En tar sem Sigurbjörg er nú ad koma til mín 2. mai eftir nákvaemlega mánud, tá get ég nú ekki strax farid ad flýja land...
Sjáum til hvad tíminn leidir í ljós...
yfir og út...