The unbearable lightness of being

sunnudagur, apríl 24, 2005

Hvert var ég komin

Gistum í París hjá frænku hennar Blandine, sem reyndar býr í úthverfi og tekur svona 30-40 mínútur með lestinni. Fórum þangað um kvöldið átum og gistum og þær spjölluðu og spjölluðu, ég gerði svosem litið annað en að hlusta þar sem ég tala ekki stakt orð í frönsku. En ágætt engu að síður.
Daginn eftir fórum við svo og skoðuðum meira af París. Mæli sko með þessum stað. Ferðuðumst soldið með underground-inu. Og þar er það þannig að þú verður að stinga miðanum þínum í og ferð svo í gegnum hlið til að komast niður í metro-ið. Á einni stöðinni var þetta bilað og það var bara allt opið, svo við fórum inn og þá náttla ekki búið að stimpla miðan okkar, og hvað haldiði við teknar af gæslunni, nema hvað Blandine var svo snögg að svara og redda þessu að við fengum enga sekt, fjúkk. En eins og Blandine sagði hún hefur nú búið í París og einu sinni áður lent í gæslunni og ég þarna í 2 daga og auðvitað lendi ég í henni. Alveg típískt.:) En bara gaman að þessu.

Við fórum svo eftir allan túrista hringinn okkar, fórum við í eitthvað hverfi og hittum þar einhvern gæja sem ég man reyndar ekki hvað heitir og fengum far með honum til Kölnar. Héldum að við værum að fara með einhverjum einum kannksi tveim gaurum, En nei þegar við mættum á svæðið þá beið bara mini rúta. Og við fórum held ég 9. En þetta var samt alveg magnað. Gaurinn sem var að keyra hann talaði svo mikið við þá sem sátu frammí hjá honum að stundum var hann svoleiðis sikk sakkandi á veginum:) en við komumst þetta heilu á höldnu, tókum smá pissu og drekkustopp í Belgíu. Svo tæknilega séð þá hef ég komið til Belgíu líka:) Ekki slæmt það.

Eftir fjagratíma reisu keyrðum við inní köln og fórum út á hauptbahnhof. Fór tékkaði mig inn á Hostelið og svo beint að kaupa Döner mmmm..... Hittum svo Marion og þá fórum við og settumst við á Corkonian, og fengum okkur bjór. Það fyndna var að ég var valla komin útaf lestarstöðinni þegar ég var búin að hitta Siwran, hitti hann bara fyrir utan, alveg magnað og hitti svo Phil á corkonian ótrúlegt hvað heimurinn er lítill.

Stelpurnar fóru heim og ég fór og hitti Siwran og vin hans settums hjá Rín spjölluðum, fórum svo aðeins á rúntinn, settumst svo hinum megin við Rín á ströndinni, það var geggjað veðrið var líka svo gott, í svarta myrkri við ánna og horfa yfir Köln, magnað alveg. Þar til ég fékk næstum hjartaáfall, þegar hlupu 5 úlfar að synda í ánni rétt við hliðina á mér!!! Já jæja eða hundar. Sátum þarna í smá stund og svo fórum við heim.

Ég fór á klósettið á mcdonalds hitti þar svo eitthverja stráka, sko á mcdonalds ekki á klósettinu:) sem ég stoppaði hjá og talaði við í einhvern tíma, meðan þeir voru að bíða eftir lestinni sinni. Græddi meira segja F.C. Köln trefil, bara stollt með það sko:)

jæja nóg í bili meira seinna...

laugardagur, apríl 23, 2005

Loksins

Jæja þá er ég búin að setja inn allar myndirnar mínar og eru þær að finna hér, hér og hér:)

Vá ferðasaga, það er eitthvað of stórt verkefni sem er erfitt að leggjast í. Hjá henni Mæsu var geggjað, hefði alveg viljað vera þar nokkra dagana í viðbót. Þar var eitt sem var geggjað, þegar við fórum í sannleikan og kontór ég og Mæsa og Simon. Við létum sko ekkert stoppa okkur þar:) Leikurinn endaði á því að ég fór og kleip í rassinn á trúbadornum sem var að spila á pöbbanum sem við vorum á:) Já þetta var alveg magnað, Simon var nokkrum hárunum fátækari eftir leikinn og Mæja fékk aðeins að kynnast nágrönnunum.

Heima hjá Blandine var frekar rólegt bara og næs. Tekinn svona túrista hringur um hverfið og svona skoðað fullt fullt af kirkjum og svona. Fórum svo með lestinni niður til Parísar og þar var geggjað veður glampandi sól og frábært, svo það var rosalega gaman að skoða, Fórum með töskurnar okkar í geymslu á lestarstöðinni og fórum svo af stað, nema hvað það pípti alltaf á mig þegar ég fór í gegnum öryggishlið sama hvar það var. Svo kallinn kom með svona lítið tæki og renndi upp og niður eftir mér allri nema hvað haldiði það voru brjóstin á mér hafi ekki pípt, það fannst mér allveg magnað, stóð þarna eins og álfur með pípandi brjóst. En ég fékk að fara í gegn með töskurnar, svo þetta var í lagi.

jæja meira seinna er að fara út...

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Oft er sagt

Að myndir segja meira en þúsund orð, Kíkið endilega á nokkrar, ég er reyndar bara hálfnuð, þar sem þetta svæði vildi ekki taka við fleiri myndum, verð að búa til nýtt, tekur svosem ekki langan tíma nenni því samt ekki núna.

En akkuru er ekki eitthver sem kemur til manns og segir manni hvað maður á að fara að gera næst? Vá hvað ég væri til í að eitthver væri í því:)

Jamm og jæja allavega er ég komin heim, og þá tekur við sama gamla rullan, mæta í frystihúsið og vinna, svo bara hanga og gera ekkert þar til maður fer aftur að vinna, sounds fun?!? IT IS!!

Kem með smá ferðasögu þegar nennan er komin yfir mig :)

föstudagur, apríl 08, 2005

tad er buid ad vera svooooo gaman

Eg er stodd i koln eins og er. Va hvad eg er buin ad skemmta mer vel. og eg get alveg sagt tad ad mig langar svo ekkert ad fara heim.

Eg byrjadi i heimsokn hja maju bet, tad var alger snilld. Fyrir utan kannksi hvad tessi elska vard sar tegar eg gat ekki hadid hlatrinum nidri tegar vid vorum i umferdinni, var alls ekkert illa meint hja mer, hlo svosem ekert meira af henni en var gert af mer i rvk ferdinni godu. En tetta var alveg magndur skratti.

svo var tad france sem var svosem frekar rolegur timi, en godur tok svona turista flipp og sa fullt af doti. var svo tvo daga i paris, Paris er Aedi, og vedri sem eg fekk var brilliant!

Svo er tad bara koln nuna bara ad gera svipada hluti og eg gerdi tegar eg bjo her, bara svona allt og ekkert. Mig langar svo ekkert ad koma heim!! vildi ad eg gaeti bara verid her. En svo er tad nu ekki kem heim i naestu viku a tridjudaginn flyg eg til landsins ekki alveg viss hvemaer eg kem heim annadhvort a midvikudag eda eg bid fram yfir helgi. Laet tad koma i ljos.

Annars allt gott hja mer ad fretta, bid ad heilsa ollum sjaumst bradlega...

Gruesse Eva!!