The unbearable lightness of being

laugardagur, febrúar 26, 2005

Magnaður skratti...

Það sem maður getur orðið pirraður á einum manni, það er nú ekkert venjulegt!!! En hætt að láta það pirra mig allaveg í bili, sjáum hvernig fer á mánudaginn.

En en eitt alveg magnað. Við Sigurbjörg skelltum okkur uppí rúm hjá mér og horfðum á idol með kokteil í glasi. Svo seinna meir koma Stefanía og Bjarni og ferðinni er haldið inná ísó. Hlustum á mýfluguna eða hvað það nú heitir. Þar er verið að gera at í einhverjum strákur, aumingja strákarnir, segi nu ekki annað.

Jæja svo erum við bara þarna í gúddí fíling með bjór við hönd, kemur svo eitthvað lið og sest hjá okkur og fer að spjalla bara. Við ákveðum þá að skella okkur í partý með liðinu. Og af stað er haldið, endastöð: Hóll í Önundarfirði, það var nú allt í lagi ég þurfti bara að vera komin heim fyrir 3 á sunnudag til að sjá leikinn, Svo við förum í partý. Haldiði að liðið hafi ekki bara skellt sér aðeins í fjósið að skoða. Svo eldaði Benni fyrir okkur dýrindis máltíð og það var aðeins trallað þarna fram á morgun.

Svo í morgun, ja aðeins seinna en þegar við fórum að sofa, en það var ekki komið fram yfir hádegi svo það var enn morgun. förum við nú með honum Jonna að hjálpa honum aðeins í fjósinu, mjólka 3 beljur og gefa litlu sætu kálfunum. Svo var ferðinni haldið til Bolungarvíkur city.
Það er nú aldeilis ekki slæmt að byrja easy bara að horfa á idol og enda í fjósinu á Hóli. En þetta var hrikalega gaman verð ég að játa, rifja svona upp gamla sveita takta :)

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Hugsa um að skipta...

Veit samt ekki hvort ég tími því, slóðin yrði þá blog.central.is/juriskrankalank hvað segiði um það ætti ég að vera að hafa fyrir því að skipta eða bara halda í gömlu góðu? :S

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Hæ Sykurpúði... :)

Hversu oft heyrðist þessi setning auk crazzzy bastard og þú ert þroskaheft!!! :)
Þessi helgi var hrein snilld, kannski hefði margur hlutur betur getað farið, eða ekki getað farið :) En jæja...
Verð nú að koma því að ég vann liðið í keilu með 104 stigum gegn skít á kanil, á föstudeginum, fórum í diskókeilu eftir að vera búnar að versla frá okkur allt vit, í öllum verslunarkjörnum Reykjavíkurborgar, strákarnir lögðu ekki í það með okkur heldur tóku einhvern bíla rúntara rúnt eða eitthvað. Það byrjaði nú að fimmtudegi að maður var varla lentur þegar Dibban var búin að rétta manni bjórinn.
Vorum í íbúð á Hringbraut, sem leit mun betur út þegar við stigum fæti þar inn fyrst en hún var orðin strax á föstudagsmorgni.
Svo fórum við á föstudagsmorgni tókum taxa, þar sem taxabílstjórinn vildi helst bara skutla okkur beint í rikið og þaðan á Sjallann á Akureyri, en við tókum því boð ekki heldur fórum og leigðum okkur bíl, polo flottan maður, rauður og krúsílegur. Ég var sett fyrir þessum bíl, og ég keyrði þennan daginn, sem var oft á tíðum mjög skemmtilegt, sérstaklega þegar aðeins var búið að spæsa sögurnar svo þær væru orðnar nógu skemmtilegar til að leyfa strákunum að heyra :)

Æj annars var þessi helgi bara hrikalega skemmtileg, og hefði nú svosem getað endað betur fyrir minn smekk. Við vorum veðurtept á sunnudag og á mánudag, en þá var liðið orðið svo stressað og klikkað, og vildi bara heim á nóinu, svo það var leigður bíll, sjö manna, hefði verið nóg fyrir okkur 5 svosem þar sem við vorum nú með slatta af drasli, sumir þó meira en aðrir, En nei, við vorum sjö!!! með töskur þá útum allt því ekkert varð skottið eftir, þar sem ég og Sigurbjörg sátum í skottinu, eða lágum eða veit eignlega ekki hvernig við vorum, þar sem ef við sátum beinar, þá vorum við með höfuðið milli lappanna, það var allavega næstum ógerlegt að finna eitthverja stellingu sem var í lagi og þægileg. En andskotinn við hefðum getað komið heim á 40 mínútum í morgun og haft það næs í Reykjavík einn dag í viðbót.


þriðjudagur, febrúar 01, 2005

djöfull...

Ég þoli ekki svona, ég bara finn ekki staðinn á templatinu til að setja inn kommentin. Það er ekki nóg að setja þau bara inn á milli head og head. Þetta er eitthvað ekki alveg að ganga, ef þið erum með hugmynd, endilega látið mig vita, ekki í kommentunum því þau greinilega eru ekki til staðar eins og er. Ég er allavega komin með nóg af þessu dóti í bili.
Btw. þá vann Liverpool áðan 2-1!! jibbí :)