The unbearable lightness of being

laugardagur, október 22, 2005

til lukku með daginn...

Hvað segir maður svona í tilefni dagsins? hmm. til hamingju með fyrsta vetrardag... hmm nei ekki að passa, Gleðilegan vetur allir saman, nú er veturinn genginn í garð og mætti eiga vona á snjó hvað að hverju. Ég hef ekki kynnst honum af ráði hérna í borginni, kom haglél um daginn í fimm mínútur, það er held ég, allt sem ég hef nú séð af honum blessuðum, en það er farið að kólna, og meira segja þegar ég hjólaði í vinnuna í gær, þá var ísslengja á tjörninni.

Já fyndið að segja frá því... það kom maður að borða hjá mér í gær, shit ég kannaðist svo við kauða, hugsaði og hugsaði en gat ekki munað hver þetta var, svo ég náttla spyr manninn, hvort hann sé nokkuð ísfirðingur, því ég vissi nú að hann var ekki bolvíkingur, gerði þetta svo ég myndi nú sofna þegar heim var komið. Hey þá kom það nú úr krafsinu að hann sé nú ekki ísfirðingur en hafi hins vegar verið að vinna þar... spyr þá hvort ég sé þaðan, neeei ég er frá víkinnni fögru, nei var hann þá ekki að vinna heima líka, var í lögreglunni 2002 til 3 minnir mig að hann hafi sagt. Man nú ekki hvað hann heitir, Helgi eða eitthvað álíka.
Jebb það er gaman að svona hlutum.

ætla að fara niðrá glaumbar á eftir horfa á leikinn, fer svo beint í vinnu og mjög líklega beint heim að sofa eftir það. Fór á bjórkvöld með mannfræðinni á fimmtudaginn á pravda, bjórinn á spott prís 350 kjell og fimmti hver frír, það var drukkið eitthvað eftir nóttu og heilsan í gær var ekki uppá marga fiska. En það var gaman, það var ekki spurning, stelpan meira segja hætti sér inná óliver, var bara ágætis pleis, rólegt en fínt.

over and out...

fimmtudagur, október 20, 2005

hvað er að gerast hjá mér...

Hvernig er líf mitt þessa daga... hmm leyfðu mér að hugsa, ég fer stundum í skólann, þá fáu tíma sem eru á stundartöflunni minni, þess á milli er ég heima í tölvunni eða að horfa á sjónvarpið. Stundum kemur þó fyrir að ég fari í vinnuna, sem er ágætis tilbreyting.
Er ég að gera það sem mig langar að gera? Er ég í skóla því mig langar að vera þar eða vegna þess að mér finnst ég þurfa þess...
Hmm... þetta er spurning sem ég sjálf get ekki svarað, eða ég get allavega ekki komist að neinni niðurstöðu í þessu máli.
Það sem ég er að læra finnst mér mjög skemmtilegt og spennandi, en er ég tilbúin í þetta núna? Ég kem mér ekki í það að læra, sem ég ætti að gera, hugurinn reikar, einhverstaðar allt annarstaðar en þar sem hann á að vera...

Ég veit að það sem mig langar að gera er að fara útí heim, mig langar að sjá svo miklu meira, gera svo miklu meira, ég geri mikið af því að öfunda annað fólk sem er að gera það sem því langar að gera...

Það er komið núna tæpt eitt og hálf ár síðan ég kom heim, en frá þeim tíma hef ég hugsað um lítið annað en að fara aftur út... búin að fara einu sinni út á þessu tímabili, þar sem ég var í 3 vikur, en það slökkti ekki löngunina til að fara aftur út... síður en svo, held svei mér þá að mig langi meira...
Ekki bætir það nú úr skák að allir bestu vinir mínir eru úti, á leiðinni út eða að hugsa um að fara út...
Mig langar líka...

sunnudagur, október 16, 2005

si senjorita

Ég sver ég held að fiðrildi séu að reyna að taka yfir íbúðinni minni!! Það réðst eitt á andlitið á mér og ég var í vandræðum með að fá það tilað láta mig í friði var nú bara orðin frekar smeik sko... það var það fyrsta... svo kom annað sem réðst svoleiðis á ljósið hélt það hefði það úr loftinu, svo kom annað það réðst á videóið og enn annað sem réðst á græjurnar og nokkur í viðbót svona 3-4 sem flogruðu bara um að leita að targeti... en ég læt þau ekki komast upp með þetta... ekki séns, það er ég sem ræð hér ekki fiðrildi;)
farin á veiðar:)

fimmtudagur, október 13, 2005

hmm...

Uss ekki vit ég nú hvað það er sem ég ætti að segja ykkur... Dettur alltaf eithvað sniðugt í hug en bara enni ekki að byrja að pikka það inn eða er þá einhverstaðar útí bæ og er löngu búin að gleyma þegar ég kem heim.

En eitt sem ég sá um daginn sem ég var nú freakr svona pirruð á, eða pirruð kannksi ekki orðið, en allavega fyrsta sem mér datt í hug var, yeah right, my ass!!! á eftir að sjá að þeir komi eitthvað meir útí vík, eftir að göng koma...

en jæja af mér er svosem lítið að frétta. skólinn gengur svona og svona, en þetta er alveg bara ágætt, það er hins vegar að verða ansi kalt hérna megin á landinu, snjóaði meira segja nokkur korn í gær en ekkert alvalegt. Ég er á leiðinni í sund, sem er nú kannksi ekki frásögu færandi nema ég er búin að vera á leiðinni núna í sennilega hátt í 3 vikur... kannksi maður þurfi að fara að rífa sig upp á rassinum gera eitthvað af viti, eitthvað annað en að horfa á friends daginn út og daginn inn... En jesús, hvað maður dettur ínní þessa blessuðu raunveruleikaþætti, þeir eru ekki nema piff ég veit ekki hvað margir, en ætli maður hafi ekki horft á þá flesta plús alla þættina sem eru í gangi á sirkus og skjánum, jæja stelpan er nú dottin útúr stöð tvö í bili, mér finnst það reyndar svoldið svona leiðinlegt, en maður jafnar sig:) uss held ég sé internet og sjónvarps fíkill...
jæja ætla að fara að koma mér að gera eitthvað af viti...
farin...

þriðjudagur, október 11, 2005

Núverandi


Þetta er víst nýjasta æðið í bloggheiminum, ég kem með mitt.
Núverandi tími: 00:26
Núverandi föt: Hettupeysa, hummel bolur, svartar buxur, brækur og haldari
Núverandi skap: Alveg ágætis skap bara...
Núverandi hár: strípað og styttað
Núverandi pirringur: leti og drasl, á bæði við mig þessa dagana...
Núverandi lykt: svitalykt og táfýla
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: taka til, læra eða fara að sofa
Núverandi skartgripir: Hálsmen
Núverandi áhyggja: aðalega skólinn...
Núverandi löngun: Fara til útlanda
Núverandi ósk: Að komast út í heim
Núverandi farði: Enginn
Núverandi eftirsjá: held það sé ekkert í augnablikinu...
Núverandi vonbrigði: stundum er það að eiga ekki bíl...
Núverandi skemmtun: Friends
Núverandi ást: tölvan mín
Núverandi staður: grímshaginn
Núverandi bók: orðabók annað slagið
Núverandi bíómynd: guess who
Núverandi Íþrótt: hjólreiðar:D
Núverandi Tónlist: james Blunt og x-ið
Núverandi lag á heilanum: Friends lagið
Núverandi blótsyrði: djöfulsins
Núverandi msn manneskjur: Tamer, Owen, Brynja, Kamilla, Tinna, Ásta
Núverandi desktop mynd: mynd: Michael Ealy
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: horfa á friends og fara að sofa
Núverandi manneskja sem ég er að forðast: Enginn
Núverandi hlutir á veggnum: stjörnukertastjaki, sól og dagatal og myndarammi