The unbearable lightness of being

laugardagur, mars 19, 2005

farin af stað

Ég er komin hálfa leið til útlanda. Er stödd í borg óttans eins og er.
Framundan eru tvær fermingar, 2 bræður pabba eru að fara að ferma svo maður verður nú að láta sjá sig þar. Sem er hálft í hvoru soldið strembið dæmi þar sem Liverpool Everton er á sama tíma í beinni. En búið að redda því þar sem við erum nokkrir púllararnir og einn evertonari. Verður leikurinn tekinn upp og horft á allir saman annað kvöld.

Ekki nema 3 dagar í reisuna...

laugardagur, mars 05, 2005

Ferðatilhögun

Já þá er þetta allt komið á hreint eða allavega svona flest.
Flogið verður út á Stansted 22. mars tekið þaðan áframflug til Belfast. Hitti þar meine schatz Mæsu!! EN ég verð bara ein að hitta hana þar sem hinn ferðalangurinn beilaði á síðustu stundu!! hann á sko eftir að sjá eftir því það verður bókað!!
jæja áfram með ferðina, Svo verður bara trallað og tjúttað og málað bæinn rauðan og gert Írana vitlausa fram á 28. mars þá verður haldið í land matargerðar og vínmenningar, Frakkland lítil borg eða bær að mér skilst, sem heitierPoitier, Stoppað þar og skoðað í 4 daga, þá tekin lest niður til París, tekin alvöru túrista dagur þar. verð þar í 2 daga held ég.
Svo verður tekinn svona carshere ef eitthver veit hvað það er. Það er svona, ef þú kannksi ert að fara, segjum til Kölnar og ert í París eins og við gerum. Þá hringiru í svona skrifstofu og spyrð hvort það sé eitthver að fara þangað þennan dag. Og ef það er bíll, þá færðu far og það sem þú verður að borga er staðfestingargjald til skrifstofunar og svo taka þátt í bensín kostnaði bílstjóra. Svo það er það sem við gerum förum með einhverju strák sem við höfum aldrei hitt og keyrum með honum til Kölnar :) gæti verið riskí en gaman :)

Þaðan verður tekin beint strik á dönerstaðinn niðrá Heumarkt og keyptur döner og kannksi reissdorf fái að fylgja í kjölfarið. Þar verður bara gert þetta vanalega, rifjað upp gamla tíma og hitt alla vinina og svona!

VÁ hvað er get ekki beðið!!!

Flogið svo heim aftur á þriðjudagsmorgni 12. apríl á flug um 7 leitið til Stansted og svo heim ekki fyrr en um 20 leitið svo kannksi maður fari niðrí bæ og kíki aðeins á London Baby:)