The unbearable lightness of being

miðvikudagur, desember 29, 2004

Áramót nálgast

Ég sver það ég veit ekki hvað ég af mér að gera. Svona þar sem ég er í fríi í vinnunni á milli hátíða. Það er akkúrat ekkert að gera. Það er sofið fram eftir degi og svo er annaðhvort hangið í tölvunni eða horft á sjónvarpið. Þetta er skrítið.
Kannski ég ætti að henda þessum myndum inn sem ég var að tala um um daginn e-r tíman.
Það sem ég er búin að gera í dag er að hanga á netinu og dánlóda e-u chattforriti og skoða það svo sundur og saman, er eiginlega komin með alveg nóg af tölvunni í bili.

Annan í jólum djammið var alveg ágætt, kannksi heldur til of mikið drukkið. Tja en það hefur nú komið fyrir áður. maður hrisstir það af sér. En hvert er stefnan tekin á áramótunum er það Bolungarvík city eða verður það Ísó svísó?

föstudagur, desember 24, 2004

Jólin, jólin allstaðar...

Gleðileg jól kæru vinir nær og fjær.
Megiði eiga gleðilega og ánægjulega
jólahátíð.
Hafið það öll sem allra allra best um jólin.
Kveðja Eva Ólöf

Svo sjáumst við mörg á jólaskrallinu, í bana stuði :)

mánudagur, desember 20, 2004

Það er nú komin askoti langur tími síðan það var bloggað síðast, og er aðal ástæðan fyrir því, andleysi og kæruleysi, en samt er það aðalega það að internetið er ekki alveg að gera sig þessa dagana, fer ekki inná blogspot síðurnar og hotmailið til dæmis. Alveg að verða vitlaus á þessu, en svo koma svona dagar eins og í dag sem allt er opið og ekkert vandamál að skoða þetta allt saman.

Helgin var ágætis skemmtun bara, nema kannksi eytt heldur til mikið að peningum, en jæja sú tíð fer að renna sitt skeið, og bíð ég spennt að vita hvort ég eigi þá til einhvern eyri, ég á enn eftir að kaupa helling af jólagjöfum sem ég er ekki alveg að meika, því ég hef ekki hugmynd um hvað ég get gefið þessu liði í jólagjöf, og ekki er það neitt að hjálpa til með að koma kannksi með einhverjar uppástungur svona hvað því vantar og svona.

Mín beið nú jólapakki þegar ég kom heim frá Liverpool klúbbnum, alveg magnaður skratti :) lyklakippa og símahaldari, dagatal, nælur og tímaritið Rauði herinn, alls ekki slæmt það.


sunnudagur, desember 05, 2004

Róleg helgi hérna megin

Já það hún var frekar róleg, það var bara unnið á laugardaginn eða svona meira nóttina og fram að hádegi. Svo var bara sofið í gær að mestu leyti allavega. Það er merkilegt hvað maður hefur lítið að segja þegar maður gerir ekkert spennandi, get nú samt sagt ykkur að ég er sá alsneggsti hausari á Íslandi og þó víðar væri leitað :)

Heyrðu verð nú að koma nokkrum afmæliskveðjum til skila núna þar sem ég hef ekki komist í tölvunna vegna trega í henni og vegna annríkis eða leti veit ekki hvort heldur, en allavega átti Helena afmæli 2. til hamingju með það, Rebekka 3. til hamingju með það, Lilja Rós á afmæli í dag til hamingju með það og Mæja Bet á hinn daginn eða 7. til hamingju með það, (læt það fylgja með núna ef tölvan skyldi taka eitthvað kast aftur) og svo kom þeir hver á fætur öðrum allt til loka desember, veit ekki hversu margir það eru sem ég þekki sem eiga afmæli í þessum ágæta mánuði, en þeir eru slatti, geinilega oft verið kalt í mars mánuði.

Mig hlakkar svo til jóla.... líka svolítið vegna þess að ég er í fríi öll jólin og fram á nýja árið, og á launum það verður alveg hreint frábært, mig hlakkar ekkert smá til. En núna fer höfuðverkurinn að magnast og er það jólagjafainnkaupin, eyndar búin að kaupa 4, en þrjár af þeim fara til Germany, þá er eftir að kaupa alveg slatta og þyrfti að fara að komast í það ekki seinna en í þessari viku, ar sem það þarf að senda hingað og þangað um heiminn og er síðasti öruggi sendingardagur 12. held ég, og það styttist óðum í hann, hólí smóks. En það vesta er að ég hef ekki hugmynd um hvað maður gæti mögulega gefið. En já það kemur...
Og svo ekki sé nú talað um jólakortin, þau eru víst heill hellingur líka. Fúff kannksi maður ætti að fara að byrja á þessu helvíti...;)