The unbearable lightness of being

mánudagur, janúar 30, 2006

Ussususs...

Já ég get ekki sagt annað. Ég týndi sjálfum mér á laugardaginn, hvorki meira né minna. Ef einhver skildi rekast á mig, er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Bjarnveigu og skila mér heim.

laugardagur, janúar 28, 2006

Afmæli...

Það eru afmæli hist og her...
Ævar Örn og Hanna Rósa áttu afmæli í gær.
Carrager á afmæli í dag.
Svo á Kolla frænka og Friðrik Hagalín afmæli á morgun.
Reyndar mikið mikið fleiri, en enginn sem ég man eftir... en til hamingju allir með daginn.

Verður ekki eitthvað tjútt á liði í kvöld? Maður var bara rólegur heima í gær,
svo það verður að vera eitthvað í kvöld ekki spurning.
Hvert er liðið að fara??

mánudagur, janúar 23, 2006

Hvað er fólk að meina...

Ekki fannst mér nú Hostel svona ógeðsleg eins og margir vilja vera að láta, kom þarna eitt, tvö atriði sem voru frekar ógeðsleg, en annars var þetta ekki svo svakalegt. Langar hins vegar að sjá the Fog, vona að hún sé eitthvað skárri eða allavega svona svo maður verði spenntur og á nálum allan tíman og þori valla heim að sofa...

Ég er nokkuð viss um að ef það kæmi einhvertíman upp eldur í framhaldsskólum eða heimavistum eða einhverju álíka þá myndi fólk brenna inni. Maður tekur yfirleitt ekki mark á þessu og nennir ekki að kippa sér upp við það. Fór til dæmis allt í gang hérna í morgun, og ég nennti með engu móti að fara fram úr og á fætur og ekki heyrði ég nú mikil læti frammi eins og að fólk væri að fara mikið á taugum.

Þorrablótið á næstu grösum, en stelpan er nú á báðum áttum hvað hún eigi að gera... obbosí...

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Vinna vinna...

Ég fór í bíó í gær á brokeback mountain...
Vissi nú ekki alveg hvað ég var að fara að horfa á, en ég vissi að Heath Ledger lék í henni, var nú svosem nóg fyrir mig. En uss þegar ég fór að horfa á hann taka annan mann í rassgatið þá vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að vera...

Farin...

mánudagur, janúar 16, 2006

andvaka...

Ég lagði frá mér tölvuna kl 03:03 og var nú ekki lengi að sofna. En hins vegar vaknaði ég svo bara hress og kát, vonaði að það væri nú komin kristilegur tími svo maður gæti þá bara farið á fætur... Síminn mikinn einhverstaðar í hleðslu hjá Bjarnveigu, svo ég gat nú ekki verið eitthvað að gramsa þar, svo ég færi nú ekki að vekja hana.
En eitthvað var voðalega hljótt úti svo það læddist að mér sá grunur að klukkan væri alls ekki orðin kristilegur tími. Svo ég dreif á það ráð að kveikja á tölvunni og vitir menn, klukku skrattinn orðin hálf sex!! hvernig má það vera að ég sé útsofin eftir tvo tíma... mér finnst þetta ekki skemmtilegt...

kannksi reyni að sofna eitthvað aftur og sjá hvernig það fer...

Over and out my friends.

laugardagur, janúar 14, 2006

ekki svo slæmur dagur...

Fór niðrá glaumbar með pabba gamla og horfðum á leikinn. Ég vissi að staðan í leiknum á undan var mjög góð fyrir mig allavega, en það var alveg toppað þegar ég kom upp, þá skoraði robbie nokkur fowler þriðja markið! :D
Svo vann Liverpool 1-0 með bylmingsskoti frá Kewell!

Svo þessi dagur hefur verið bara alveg með eindæmum góður:D fékk mér bjór með leiknum og bjór eftir, ásamt kebab þegar Bjarnveig var búin að vinna, kíktum á kofann og svo verður kíkt í bæinn í kvöld;)

over and out

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Allt að snjóa á kaf

Ég sver það eru bara komnir skaflar í Reykjavíkinni.
Bjarnveig er senninlega snjóuð einhverstaðar inni, allavega ekki komin heim.
hehe nei ætli það sé nú ekki eitthvað annað sem býr þar að baki :)

Var að koma heim úr vinnu, komu þjóðverjar svo ég fékk aðeins að spreita mig:D
fannst það nú ekki leiðinlegt... svo sátu nú eitthverjir gaurar á svamli, sennilega ekki nennt út vegna veðurs... eða kannksi bara því ég er svo skemmtileg, Hahaha...

Verð hins vegar að finna mér meiri vinnu, get nú ekki bara verið í þessu, græði nú ekki mikið á því.
En í bili

Over and out...

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Svona fooled próf...

Hahaha það er alltaf gaman að þeim, maður skrifar inn eitthverja vitleysu á einhverjum síðum og svo kemur!! hólí smóks þú er asni, nú fá allir að vita!! hef lent í þessu tvisvar, reyndar þá er maður nú ekki alveg hreinskilin, því maður svosem hefur á tilfinningunni að það sé eitthvað verið að gera mann að fífli...

Fór inná einhverja síðu hjá einhverjum gaurum og það var svo próf um hverjum maður er hrifin af... hélt náttla að þetta væri einhver asnaleg svona calculation dings eins og maður gerði alltaf hérna í gamla daga. Svo ég skrifaði inn bara einhver nöfn sem mér datt í hug. Þar sem maður er nú ekki "skotinn" eða hrifinn eða what ever af neinum þessa dagana.

Svo er manni launað svona, og eitthver gaur sem ég þekki ekki rass í bala heldur að ég sé skotin í þessum gaurum. HAHAHAHA en það er bara gaman að þessu... ;)

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Ófært

Var ekki flogið seinnipartinn í dag, eða flugvélin snéri við. Mátti svosem alveg eiga vona á því, veðrið svosem ekki uppá marga fiska...

En við gerðum bara gott úr þessu og höfðum smá gethering á miðstrætinu með öllu tilheyrandi.
Enda ligg ég núna löngu búin að éta yfir mig af eingöngu snar hollu fæði eins og landsliðinu er einum lagið:D

Hver veit hversu langt verður þar til að við hittumst allar aftur í einu... uss langar ekki einu sinni að hugsa útí það... En það verður sennilega áður en við vitum af, en hver veit hvar það verður...

over and out

sunnudagur, janúar 08, 2006

eye toy

Jesús hafiði prufað það helvíti??
Ég sver það ég hélt ég myndi deyja þegar ég var búin að taka einn leik við hana Hjörnýju.
fórum í frjálsar, og þetta er aðalega hlaup, en stelpan stóð uppi sem sigurvegari:)
Þetta var ekki eitthvað til að bæta þynnkuna sem var í dag...

tókum föstudaginn með stæl. Sigurbjörg, ég og Gunna Dóra, mættum til dibbu um hálf sex og fórum í gufu með bjór, sátum þar til 9, spjallað um heima og geima og pöntuðum svo pizzu, Fengum hann Bjarna til að sækja hana fyrir okkur, þar sem við vorum ekki í ökuhæfu ástandi.
Fórum niðrá Kjallara og tókum í spil spiluðum kana. Svo komu Helena og Stebba og ekki má gleyma Rúnari Geir.
Það var hellings fjör á þeim bænum... og við fengum svo bareigandan hana Rögnu til að skutla okkur í partý þegar búið var að loka.

Komst svo heim á endanum, en var rennandi blaut uppá læri, þar sem það var búið að kyngja niður svo miklum snjó. Mín hrikalega sniðug og leggst uppí rúm í blautu gallabuxunum, var mjög vinsælt...

mánudagur, janúar 02, 2006

Nýtt ár...

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að það er komið 2006...
Hólí smóks hvað þetta er farið að líða hratt.
En ég man nú valla stundinni lengur hvað ég hef gert, en hérna eru eitthverjir punktar...

  • Ég vann í frystihúsinu
  • ég fór og heimsótti Mæsuna á N-Írlandi
  • fór og heimsótti Blandine til Poiter í frakklandi
  • fór til Parísar
  • Fór svo til Kölnar og eyddi þar nokkrum dögum
  • Skoðaði London
  • þurfti að taka mjög erfiða ákvörðun
  • sumarið var mjög intressant og skemmtilegt
  • ég flutti svo suður, og bjó ein
  • kynntist fullt af nýjum fólki, og eru samstarfsmenn mínir á frökkunum sem standa þar uppúr, snillingar upp til hópa;)
  • fór að vinna sem þjónn á þrem frökkum, sem er algjör snilld
  • fór í háskólan, en hætti eftir eitthvern tíma þar
  • og fór að vinna 100% á hrafnistu plús frakkana
  • hætti svo á hrafnistu
  • pantaði mér flug til útlanda

Það er svo margt á döfinni á næsta ári, eitthvað sem er búið að ákveða, en miklu meira sem er ekki búið að ákveða...

Hlakka til að takast á við nýtt ár, þakka öllum vinum og kunningjum fyrir árið sem var að líða.