The unbearable lightness of being

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Evrópa

samkvæmt kortinu hér til hliðar eða niðrá botni, (fyrir þá sem eiga tölvur sem lætur allt sem á að vera hér við hliðina, niðrá botn) þá er ég búin að heimsækja 21% af evrópu,

Og ég ætla mér bara að bæta við löndum...

Segi svosem ekki að ég hafi séð þetta allt, en ég hef allavega heimsótt öll þessi lönd í lengri eða styttri tíma.

Getið tékkað á ykkar % hér

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

þessi dráttur var rosalegur...

Það er ekkert minna heldur en:

Liverpool
Chelsea
Anderlecht
og
Real Betis.

Þessi verður ekkert auðunninn það er nokkuð ljóst, þessi meistaradeildar leikir verða spennandi svo ekki verði minna sagt.

Hlakkar til að fylgjast með þessu!

Gerrard var valinn verðmætasti leikmaðurinn í meistaradeildinni á síðasta ári af öllum helstu þjálfurum heims. Ekki slæmur titill það!!

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

... helgarinnar

Ég hugsa að ég hafi lengt ævina mína um allavega sjö ár og mánuð þessa helgina. Sjaldan verið hlegið jafn mikið :)

# Sumir ætluðu bara að gista í munaðarnesi og koma á laugardaginn í bæinn.

# töskurnar komust inní eldhús, en aldrei lengra.

# klósettpappír var á skornum skammti svo það varð að spara bjórinn.

# leitin að svartækni gerði góða hluti... uhh Kebab.... og kebab og þarna er kebab:)

# Heimilislegt á Póstbarnum með flísteppi og bjór.

# Eldra fólk fer helst yfir þig eða í gegnum, þegar það er mannmergð!

# geitungar eru solgnir í víkara.

# það getur verið longly að vakna á Grímshaganum.

# Getur verið ágætt að leggja sig á Pravda já eða á Hressó.

# Barþjónar á Hressó eru frekar mikið fyrir það að vera ekki í öllum fötunum!

# Sumir héldu að laugardagsnóttin væri þeirra síðasta.

# Hvalfjaðagöngin eru ekki vinsæl hjá öllum! já en hvað með lifturnar??

# talmálv í reykjavík er sko þokkalega grillaður shittur maður.

# já eins og brekkan þarna fyrir austan, 60% halli!!

Það var svo miklu miklu meira sem skeði en er óprenthæft:)

Takk fyrir góða helgi...

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

jeminn...

Gugga við gleymdum báðar að minnast eitthvað á berrassaða barþjóninn sem var að afgreiða okkur á Hressó!! Varstu búin að gleyma honum stelpa? Það var snilld, berrassaður á barnum, jæja gefum honum séns hann var í brók, en hvað var það??

Styttist í menningarnótt... víhíhí...

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Það er Reykjavík aðra hvora helgi...

Jájá maður er ný kominn að sunnan, valla búin að taka uppúr töskum, þegar maður lætur niður aftur. kemur svo heim í nokkra daga og er svo farin til að vera :)
Suss það var alveg snilld þessi helgarferð okkar Guggu, það voru drukknir nokkrir bjórarnir, fórum á Sálina til að hita okkur upp fyrir Bolungarvík city þann 26. kíktum svo niðrí bæ eftir það ball. sennilega svona um 4, hálf fimm. Ég lenti þar í svakalalegasta gay party sem ég hef bara séð, þar voru strákarnir svona allir að fara að hafa sig til fyrir gönguna seinna um daginn. Þetta var skemmtilegt upplifelsi svo ekki sé meira sagt :) Diana Omel ein af liðinu, en en er hægt að kalla hana/hann Diönu þegar hún er alskeggjuð? Þetta var magnað.
Ég var valla búin að sofa nema í nokkra tíma þá tala ég um svona 3 þegar ég var farin út aftur með Ástu Maríu og Guðbjörgu. Enda varð dagurinn eftir því, hefði sennilega betur bara fengið mér bjór, sem ég hefði mjög sennilega gert ef Sigurbjörg eða Mæja Bet hefðu verið með mér :) En rúsínu bollan hún Mæsa var föst á landsspítalanum, þar sem við heimsóttum hana og hin var með familíunni á Mærudögum á Húsó.
Seinniparturinn varð frekar slappur, sem rættist nú úr honum svona þegar Gugga talaði um Bió og ég spratt á fætur, kom mér fyrir í íbúðinni, eða svona því sem hægt var að koma fyrir og alveg spræk fyrir Bíóið. Þegar Guðbjörg mætir svo, en nei... stelpan er hætt við bíóið og bjórinn tekinn fram. Jæja... það endaði niðrí bæ, hvar annarstaðar.
En þetta var massa helgi...
Urðum svo veðurteptar í Rvk landleiðina! þar sem það var svo hvasst, og við treystum ekki bílnum, vegna þess að það voru eitthverjir húmoristar í Garðabænum, sem hentu risagrjóti inn um afturrúðuna á súbbanum, svo það þurfti að fylla þar uppí með plasti. Ekki mjög spennandi að keyra svoleiðis vestur í hífandi roki.
Svo við komum á mánudeginum vestur.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Vá...

Vá hvað lífið getur verið snúið, þegar maður biður síst um það. Maður er ekki fyrr búin að hreinsa til í hausnum á sér fyrr en, það kemur eitthvað annað til að hugsa um.
Ég sé ekki fyrir endan á þessu helvíti... Ekki er nú þessi blessaða vinna sem ég er að vinna að auðvelda hlutina, Þar gerir maður ekkert annað, en að hugsa í 8 tíma á dag. Farin að hallast á þá skoðun að þetta sé mannskemmandi andskoti.
En það fer nú að styttast í að maður fari að koma sér í burtu, veit nú samt ekki hvort það verður skárra því einhvernvegin, nær þessi anskoti alltaf að bora sér inní hausinn á mér aftur og aftur.
Hvenær hættir þetta, ég spyr??

mánudagur, ágúst 01, 2005

Helgin afstaðin

Þá er Verslunnarmanna helgin afstaðin þetta árið. Það rættist bara alveg ágætlega úr þessu þrátt fyrir allt.
Fyrst var það Trékyllisvík, sem aldrei varð svo neitt úr. En okkur stöllum var svo boðið með aftur sem var svo ekkert úr heldur, svo Trékyllisvík datt uppfyrir 2svar sama daginn, en hamborgararnir, pókerinn og bjórinn bætti það alveg upp.
Svo er nú valla hægt að segja að það hafi verið runnið af manni, þegar bjórinn var opnaður aftur á laugardaginn, í Skálavíkinni, þar var bara alveg ágætis teiti, sem við færðum svo yfir á Ingjaldssand þegar líða tók á kvöldið.
Þar var fullt af fólki, og gátum við setið í skottinu, við Helga og gætt okkur á kókómjólk og kanilsnúðum:) það var alveg klassi.
Vorum ekki komin heim fyrr en undir morgun.
En sunnudagurinn var alveg rólegur bara, sátum hjá Dibbu 3jár eins og klessur og komum heim sælar og rólegar bara um hálf tvö, tvö.

En góð helgi þegar öllu er á botnin hvolft...