The unbearable lightness of being

mánudagur, janúar 31, 2005

Hvað er með taxana.

Hélt nú að við yrðum ekki eldri á laugardaginn, þega leigurbíllinn hringdi og sagðist ekki treysta sér hlíðina. Ja hérna aldrei hefur maður nú lent í svoleiðis. Svo við bara fórum þá á einkabílum. Og gátum ekki séð hvað átti að vera að hlíðinni, það var hvorki snjór, né hífandi rok.
Merkilegt stundum hvað það er miklu auðveldara fyrir okkur Bolvíkinga að fara hlíðina en Ísfirðinga.
Btw. skellti inn einhverjum myndum:)

laugardagur, janúar 29, 2005

hæhó

Jáhá þá er það Reykjavík city. Það verður alveg hreint magnaður skratti. Mætum þarna á fimmtudegi og verðum fram á sunnudag. Farið verður á þorrablót Bolvíkingafélagsins á Grand Hótel, laugardaginn 5. feb. Verður þú þar? því þar verður stuðið!

Handboltinn er búin að spila stóra rullu síðustu daga. Mér finnst strákarni búnir að standa sig bara með príði, lítið undan því að kvarta. Koma svona nokkrir punktar sem hægt er að setja eitthvað útá, en þetta er nýtt lið og þeir eru allavega verða feiki sterkir. Þeir eiga eftir að gera góða hluti þessir strákar. Ég er einstaklega hrifin af honum Róbert, mér finnst hann alveg magnaður, og reyndar fleiri þarna.

Annars þá er það bara Flateyri city í kvöld, Vagninn að opna aftur með nýja eigendur. Það verður massafjör þar ekki spurning.

föstudagur, janúar 14, 2005

Komin með smvegis plan.

Aðeins farin að hugsa að því hvað ég ætla að gera á þessu ári, ætla að byrja á því að fara á byrjendanámskeið í spænsku, lengi verið draumur að læra spænskuna, svo rakst á þetta námskeið í fræðslumiðstöðinni, svo ég ætla að skella mér á það. Verður spennandi, sé til hvað ég læri mikið, því ég veit það af reynslu að maður lærir ekki tungumál í skóla. Samtsem áður gott að vera búin að sjá eitthvað, þó ekki sé nema góðan dag og hvað kostar bjórinn :) En annars finnst mér þetta spennandi.
Næsta á dagskrá er flug til London og þaðan til Belfast, stoppa þar í 6 daga, þaðan er ferðinni heitið til Poitier með viðkomu í London reyndar til að hoppa í aðra flugvél. Þar verður svo stoppað í, tja ekki alveg ákveðið hvort það verður 1-2-3 dagar eða meira, því við erum að hugsa um að fara niður til Parísar stoppa þar kannksi eitthvað en vera komin í síðasta lagi til Kölnar 3. april, verð svo þar til svona 9. april eða ég á allavega flug frá London heim 9. apríl.
Svo er próf sem ég get tekið, til að sjá hvort ég sé nógu góð í þýsku, til að fá inngöngu í þýska háskóla, get tekið það 12. apríl í Reykjavík. Ætla að reyna að taka það. Ef ég næ því þá er ég bara nokkuð vel sett sko:)

Þannið að þessir dagar geta verið pína, með snarvitlaus fljúgandi fiðrildi í maganum. Get ekki beðið eftir að komast í frí frá fiskinum og Bolungarvík city.

Svo er hörku leikur í hádeginu á morgun sem enginn má missa af.

laugardagur, janúar 08, 2005

...

Myndirnar eru komnar inn eitthvað frá afælinu hjá Helenu og Stebbu og svo eitthvað líka af áramótaballinu.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Það kom að því

Að snjórinn kæmi, jólin kæmu og færu og að það kæmi nýtt ár. Gleðilegt nýtt ár allir saman! Vonandi hafiði notið hátíðanna. Ég allavega naut þeirra og það var sko étið og hangið!
Merkilegt hvað maður hefur ekkert að gera svona allan daginn, þegar maður á frí. Naja var samt ekki alveg að nenna að fara að vinna aftur.
Rosalega hefur snjóað maður mér finnst þetta frábært, vildi bara að ég ætti snjósleða á svona tímum:(

En 2005, hvað á maður að gera af sér 2005? hvernig væri ef maður myndi nú búa til eitthvað svona ég ætla að: lista, fyrir þetta árið, og sjá svo hvað rætist? gæti orðið skemmtilegt;) Ég ætla aðeins að hugsa minn kannksi skelli honum svo inn.

Það er svo fyndið, ég er alltaf að hugsa í vinnunni um eitthvað rosalega sniðugt í vinnunni, sem ég gæti sagt frá hér, svona vangaveltur og svona ýmislegt, en aldrei man ég neitt af þessu þegar ég er komin heim. Þannig að þetta verður sama innihaldslausa bloggið eins og svo oft áður.

En samt smá bónus, lét einhverjar myndir inn áðan, sem btw tók heila eilífð og þessvegna eru ekki konar fleiri. Fer kannski í þetta á morgun að setja inn eitthvað meira, en ætti kannksi engu að lofa, búin að gera það heldur oft. Það er alveg til andskotans nóg af myndum, en það er svo fjandi tímafrekt að koma þessu helvíti inn. Þar sem tölvan koksar á þessu ef ég ætla að lóda fleiri en 3, kannski 4 ef ég er heppin, En helst vill hún bara eina í einu. Hún er ekki alveg að meika tilveruna þessa dagana þessi gæska. En allaveg við sjáum til hvernig fer.