The unbearable lightness of being

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

lítill tími, enginn tími

Brjálað að gera þessa dagana, og hef lítið sem ekkert að segja, vinn frá 8 til 00 og ekkert spennandi sem skeður í vinnunni, nema einsaka lið sem er gaman að á frökkunum, svo þegar frægafólkið lítur inn, gaman að því líka.
En innantómt og ótrúlega spennandi líf sem ég á þessa dagana, fyrir utan það að ég fer að lifa sem sardína, fjúff hvað geri ég þá, þegar ég get ekki breytt úr mér í rúminu mínu þegar ég fer að sofa...
hólí smóks

over and out...

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

jebbs

nú er vika í það að ég þurfi að flytja mig um set, þar sem kjellan sem ég er að leigja hjá er að fara að fara á hrafnistu, og selur því allt draslið, sem þýðir að ég verði að fara út. Spurningin er bara hvert ég fari, því ég er ekki svo viss sjálf, fer samt örugglega til Bjarnveigar og við verðum sem sardínur í dós:)

Jæja ég kem heim eitthvað fyrr en 23 des, þar sem ég fékk frí í vinnunni, veit samt ekki hvenær ég kem, hugsa að það verðir samt í seinni kanntinum.

Fórum í gær eftir vinnu og fengum okkur öl og spjölluðum, það var mjög skemmtilegt. En get sagt ykkur að þjónustulundin hún svoleiðis skein af stúlkunni á barnum:)

Dibban skrapp við á helginni síðustu, það leið mjög hratt, alltof hratt, en var samt sem áður mjög gaman.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

trampað á manni

Stelpan skellti sér í nudd í gær, en hins vegar ekkert venjulegt, heldur fór á stofu sem heitir kínverskar náttúrulækningar, eða eitthvað álíka og er staðsett á skólavörðustíg... það er labbað á manni og allskonar kúnstir, en þetta er hreinasta snilld... mæli alveg með þessu ef þið eruð eitthvað slæm í baki eða einhverstaðar.

ekki meir í bili

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

eitthvað bogið...

Er ekki eitthvað bogið við þetta á bb.is ? Setja á Íraska daga...??Kynna á menningu og þjóð Íraks... eru það ekki írakskir dagar... eða hvað?? Ég allavega hef ekki heyrt um land sem heitir Íras, en kannksi er þetta bara vitleysa í mér...

mánudagur, nóvember 07, 2005

hmmm...

Hvað er ég að fara að gera? uss það er svo margt að brjótast inní mér núna að það er nú ekki sniðugt... ég er búin að kaupa mér miða aðra leiðina til london og veit ekki hvort ég kaupi mér miða aftur heim... dje mig langar að fara að skoða svo margt sjá og gera svo margt... En guð einn veit hvað ég er að fara að gera eða ég enda á að gera, því ekki veit ég það...

En það eru allar líkur á því að ég kíki kannksi til florida svona næsta árið... en skulum bíða mér það... en kem með fréttir af því um leið og ég veit meira og eitthvað verður ákveðið...

Þegar ég mætti í vinnu í gær, þá var bókað á eitt borð, á nafnið Ólafur Ragnar og Dorrit, já kallinn ætlaði með kellinguna út að éta, en eitthvað kom uppá hjá kallinn að hann þurfti að aflýsa í bili... verð nú að segja að ég var frekar fegin, því annars hefði ég sennilega hellt súpu óvart í hárið á honum og rauðvíni yfir kellu... en alveg laus við það allavega í bili... ekki það að ég geri mikið af þessu við aðra kúnna, yrði bara týpískt þar sem þetta er forsetinn;)

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

hmm...

hvað er að gerast... maður er vakninn hérna upp fyrir allar aldir, og fyrir utan hurðina standa tveir vottar, sem vilja fræða mig um biblíuna og eitthvað dót. Bauð þeim nú ekki inn, því þá hefði ég sennilega aldrei losnað við þá... þeir skildu eftir sig bæklinga sem ég á án efa eftir að glugga í af miklum áhuga...
en samt ekki nóg með þetta, heldur loggaði sig eitthver gaur á msn-ið hjá mér um daginn og fór að predika um Islam, jahérna hér, er ég að senda frá mér eitthverja strauma núna sem laða að mér svona fólk??