The unbearable lightness of being

sunnudagur, október 31, 2004

Ég fór í það í gær...

Að skoða frímerkin mín, sem eru orðin ansi mörg. Veit samt ekki heildartöluna á þeim en ætli það sé ekki einhvað á fimmtaþúsund gæti trúað því. Byrjaði í gær og gat bata ekki hætt að vesenast í þeim. Frímerkin koma frá öllum heimsálfum og ótrúlegustu löndum. Endilega ef þið rekist á e-ð og finnst þetta ekki mjög spennandi, koma þeim til mín ;) allt er vel þegið. ég á frímerki frá allavega 65 löndum og svo eru reyndar fleiri en þar sem ég skil ekki hvað á þeim stendur þá gat ég ekki skrifað niður frá hvaða löndum þau koma og veit það ekki sjálf :)
Er að hugsa um að taka þetta með mér á sjóinn, get dundað mér í þessu þegar ekkert er að gera. Já já ég er að fara á sjóinn að kokka fyrir kallana. Og stefnir allt í að það sé brottför kl átta í kvöld. Þá kemur í ljós hvort maður getur eitthvað gert, þ.e.a.s hvort ég sé sjóveik eða ekki. Yrði nú gott helvíti ef maður þyfti að hræra í pottunum og æla í vaskinn til skiptis :)

En jæja nóg í bili, en þið hugsið til mín ef tið sjáið frímerki e-r staðar;)
Grüsse

fimmtudagur, október 28, 2004

Nú er komið að því...

En hverju, vildi að ég gæti sagt ykkur það. Get hins vegar sagt ykkur að ég fann skóla sem mig langar svo að fara í. Getið séð allt um það á þessari. Langar ekkert smá! Hvernig er hægt að vera svona hrikalega óákveðin og vita ekkert eins og mér líður alltaf, mismikið reyndar. En eina sem ég veit er, að ég fer aftur til útlanda, en bara veit ekki alveg hvert ég á að fara og hvað ég á að fara að gera.

Na ja, skal hætta að tuða um þetta, er alltaf tuðandi um þetta en fæ samt enga lausn í málið. Dem!!

Heyrðu fór á ball á síðustu helgi og þarsíðustu helgi og á báðum stöðunum endaði allt í veseni, reyndar farin þegar allt byrjaði á seinni staðnum. En endaði þar samt allt í veseni. Hvað er í gangi, allt að verða vitlaust bara helgi eftir helgi.

Er eitthvað í gangi þessa helgina, veit einhver til þess? En hins vegar er það frekar freistandi hugmynd að vera heima, liggja undir sæng og horfa á videó. Allavega, ef ég er að fara að vinna á laugardaginn. Annars verður maður bara að sjá til, hvort eitthvað verður um djamm eða ekki. Er nú ekki svo ósjaldan sem maður segir: nei bara rólegur um helgina, sem endar svo í bjór og djús. Hver þekkir það ekki?


mánudagur, október 11, 2004

Hvað get ég sagt...

Það er einhvernvegin þannig hjá mér þessa dagana, að það er lítið sem ekkert sem skéður allavega ekki hjá mér. Nema hvað vinna og ekki nenni ég að skrifa um hvað skéður þar, og efast stórlega um að einhver nenni að lesa það.
En get nú sagt ykkur það að ég var á klukkunni á íslandsmóti 7. flokks, sem fram fór hérna í íþróttahöllinni okkar á laugardag og sunnudag. Það var svolítið stressandi, þar sem klukkan gengur svona þegar henni hentar, held stundum að hún hafi sjálfstæðan vilja, en gekk þó án teljandi skaða. Það var eitt þarna sem mér og fleirum blöskraði. Það var einn þjálfarinn hjá einu liðinu. Það sem maðurinn gat argast og skammast, rifist og blótað og þetta átti að vera fyrirmyndin hjá þessum strákum sem flestir voru '92 árgerð. Ussususs, held að hann verði nú aðeins að hugsa sig um þessi, hvað hann lætur útúr sér.
En þetta var gaman engu að síður. Var meira segja mætt þarna rétt fyrir níu á sunnudagsmorguninn til að vera á klukkunni, get sagt að samstarfsmaður minn á skýrslunni hafi verið líkamlega til staðar en hvort það var meira, ég held ekki :)
Mikið var gott að vera svona eiturhress á sunnudaginn laus við alla þynnku og þessháttar skemmtilegheit.

Mig langar suður... Veit ég var að koma, en mig langar samt að fara þangað aftur.
Spurningin sem ég er soldið farin að spyrja mig er sú að hvað ég eigi að gera þegar ég er búin að safna peningum, fara aftur til Þýskalands, til að pússa aðeins þýskuna. Fara til Spánar því mig langar svo að læra spænsku. Eða hvort ég eigi að skella þessu í kæruleysi og fara í heimsókn til Írlands núna í nóv eða í feb.
Svo kemur önnur stór spurning, hvort ég eigi að fara suður í háskóla, en hvað að læra og er hún enn stærri því ég veit ekki hvað það ætti að vera. Eða fara til útlanda í skóla og svona get ég lengi spurt mig aftur og aftur. Getið þið komið með eitthverja uppástungur?




þriðjudagur, október 05, 2004

Komin að sunnan

Þá er ég komin heim. Verð nú aðeins að segja ykkur af brúðkaupnu sem ég fór í og óhætt sé að segja að það verði MJÖG MJÖG erfitt að toppa þetta, Eins og ein vinkona hennar Ástu sagði í ræðu sinni. " sem betur fer er ég búin að gifta, svo ég þurfi ekki að toppa þetta" Þessi setning getur ekki átt við mig, þar sem ég er ekki búin að því og held ég að ég ætli ekki að reyna að toppa það heldur, ef verður að brúðkaupi hjá mér eitthvern daginn.
En það byrjaði í kirkjunni, rosalega flott athöfn með hljómsveit og söngvurum. Þ.e.a.s L&S auk Stebba Hilmars. Það var rosalega flott. Svo var klappað og haft það gaman bara í kirkjunni. Ekki er laust við að brúðhjónin hafi verið aðeins stressuð. En allt lukkaðist nú vel.
Veislan var æði, veislustjórarnir voru frábærir og maturinn var svo geggjaður að því er ekki einu sinni hægt að lýsa!!! Matti og Ásta hjatranlega til hamingju með allt saman! Endilega kíkiði á myndirnar sem eru í albúminu "myndir" hér til hliðar.

Búin að vera of lengi í tölvunni núna að gera ekki neitt, svo þetta er nóg í bili og það kemur meira úr rvk ferðinni seinna adios