The unbearable lightness of being

föstudagur, ágúst 25, 2006

Henda inn nokkrum orðum...

Ég og Abdul brunuðum til frankfurt að sækja Bjarnveigu á flugvöllinn á þriðjudaginn. Það var vaknað fyrir allar aldir eða um átta leitið og tankað bílinn og brunað á hraðbrautina í átt að Frankfurt flughafen...
Bíllinn nú ekki uppá marga fiska, eldagamall golf, sem er held ég að ryðga í sundur...
Það náttla sprakk á bílnum á leiðinni, svo við þurftum að fara útí kant á autobahninum og skipta um dekk, en Abdul var náttla bara með aumingjann svo við brunuðum á honum í næsta bæ, sem heitir bad camsberg held ég, og þar splæstum við í nýtt dekk.
Komumst svo heilu og höldnu á flugvöllinn, pikkuðum veiguna upp og svo var brunað til baka...

Við Veiga kíktum svo aðeins í bæinn í gær, fyrst aðeins að versla og splæstum við báðar í myndavél, svo var farið á Früh og teknir nokkrir kölsch-ar og myndavélin græuð, næst fórum við svo og fengum okkur einn kokteil, og komum svo við í vinnunni minni og heilsuðum uppá liðið. Tavernan varð svo að vera með og flanagans, sem var ekkert um að vera á hvorugum staðnum...
Tók svo bjarnveig uppá því að kaupa eitthvað freyðivín:/ (sennilega þessvegna sem hausinn er að springa) en já fórum svo á diskó, þar sem ég náttla gat klúðrast til að glata miðanum sem varð til þess að ég borgaði 30smekkert til að fara út...

En ekki nóg með það, fórum við veiga svo í hraðbanka hittum þar eitthverja gaura, og einn þeirra pirraði bjarnveigu alveg svona líka, sem endaði svo með því að hún ætlaði að hjóla í hann, og svo hann í hana og ég náttla á milli og tók í gaurinn, og reif bolinn hans óvart, en þá allt í einu birtist ein löggukona, en við vorum greinilega svona hættuleg að sjá að hún kallaði á backup og það kom sérsveit á risa trukk og við vorum öll tekin eins og í bíómyndunum og þurftum að setja hendur upp að glugganum og ég veite kki hvað og hvað, en það endaði svo bara með því að við fengum að fara og við vorum bara snöggar uppí leigarann og beint heim...

En þetta var alveg ævintýri útaf fyrir sig:D

En já annars er lítið svosem að frétta hjá mér, sumarið er búið og farið að kólna...

later...

föstudagur, ágúst 04, 2006

Endlich......

Já bíddu nú við, er ekki versló gengin í garð á klakanum, ekki laust við að það sé þjóðhátíðarstemming hér í köln, líkt og hjá dibbu s.s miðað við rigninuna í kvöld.
Hvert hef ég farið um versló? hmm...
fyrsta útihátíðin mín var halló akureyri 1998, það var hrikalega gaman.
1999 var aftur þrammað á akureyri, en það var ekki alveg eins gaman fanns mér.
2000 var svo þjóðhátíð, en tja ég veit ekki mér fannst halló ak 98 skemmtilegri en þjóð 2000 :/
2001 skunduðum við Dibba og Ingó yfir Þorskafjarðarheiðina á Eldborg með bílinn TROÐINN af farangri, það var rétt skilið eftir pláss fyrir hægri rasskinnina mína í aftursætinu, en það var bara ágætt, með bjór í hönd og ég tók ekki eftir plássleysi:D mér var nú líka blótað í sand og ösku á þessari ferð okkar yfir þorskinn fyrir að velja þessa leið:D En við komumst á leiðarenda og þessi hátíð var hrein og tær SNILLD!! 2002 þá var ég held ég stödd á benidorm í djammferð/skólaferðalagi sem var líka alveg magnaður skratti... 2003 var ég í köln eða tyrklandi annaðhvort man það ekki alveg. 2004 var það bolungarvík city, man nú ekki alveg hvað við gerðum en hvað um það... 2005 skunduðum við af stað á hjara veraldar en þurftum að snúa við í arnarfirði með fársjúkann fylliraft, og enduðum þá balli í þessum kofa á ingjaldsandinum, verð nú að viðurkenna að það var nú líka bara frekar mikið stuð, en þó vantaði tvo meðlimi landsliðisins, einn var að vinna og hinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús.
Svo er það 2006, þá er ég stödd í henni ljúfu köln, í rigningarskít og skemmtilegheitum. En hugur minn leitar samt ekki heim á djammið... leitar þessa stundina meira til parísar en það er önnur saga:)

Stelpan er en á lífi þrátt fyrir hitann sem reið yfir landið síðustu vikur... en svo er veðrið í gær og í dag bara líkara haustveðri, ekkert of heitt og maður þarf að taka með sér jakka/peysu út. Svo var nú ekkert eðlilegt hvað það ringdi mikið í kvöld... og ég skemmti mér konunglega að fylgjast með strákunum á brauhaus- inu (við hliðina á veitingarstaðnum sem ég er að vinna á) taka saman terrasse-una, s.s garð stólana og borðin. Einn var búin að klæða sig eða vefja sig einhvernveginn inní ruslapoka, annar var með risastóra regnhlíf, og gat þar af leiðandi bara notað eina hendi í að taka saman, og átti fullt í fangi með að reyna að halda regnhlífinni yfir hausnum á sér:D

Sit í þessum töluðu orðum heima hjá mér á föstudagskvöldi, með örbylgjupopp, sem er btw ekki auðvelt að finna hér, svo ég nýt hvers korns... og ég hugsa bara að það hafi ekki skeð í háa herrans tíð að ég hafi verið heima hjá mér, eða skulum segja kannksi frekar ekki verið einhverstaðar úti að skemmta mér... en svona er maður orðin rólegur, fór síðast út á föstudaginn í síðustu viku!! Þetta má sennilega greina sem met, ekki frá því.

Ó vá sé að það er eitthvað bogið við orðaröðina stundum hjá mér, en ég nenni ekki að laga það svo þið verðið bara að reyna að lesa ykkur útúr þessu...

Ég er búin að vera í Germany núna í 5 og hálfan mánuð, þetta er búið að vera eins og þruma að líða, Bjarnveig að koma út eftir nokkra daga, það verður stuð, á reyndar eftir að biðja um frí, en það reddast, svo fór ég nú að pæla Dibba hvernig væri að þú myndir skella þér hingað þá, uss hvernig væri að vera 3 snarruglaðir íslendingar á djamminu í köln!!?? get ekki einu sinni ímyndað mér hvað það yrði gaman og langar ekki að hugsa útí hvernig það gæti endað, hahahahah :D hugsaðu útí þetta;) og ég meina ef það eru fleiri sem langar að skella sér, ekki málið, nóg pláss hjá mér, eða það er allavega alltaf hægt að búa til pláss fyrir góða félaga:D