The unbearable lightness of being

þriðjudagur, október 10, 2006

jólin jólin allstaðar...



Rakst á þennan við tilviljun þegar ég var að bíða eftir strætó einn daginn, ekki seinna vænna en að fara að hleypa þeim út greyjunum, það er nú komin október...

Annars er bara gott af mér að frétta þannig, ég skellti mér til Frakklands í síðustu viku, bara í stutt stopp eða miðvikudagur til föstudags.
En er svo í fríi fram á laugardag, en hvað ég á af mér að gera veit ég ekki ennþá, en ég hlýt að finna mér eitthvað að bardúsa...
Leita að nýrri vinnu kannksi hmmm... það er allavega ekki vitlaus hugmynd.

þriðjudagur, október 03, 2006

Brain Police

Var að komast að því að Brain Police heldur tónleika hér í köln í næstu viku. 12. október, (mamma á btw afmæli þá, stórafmæli konan) og þar með var það ákveðið, ég ætla að fara á tónleika með þeim í næstu viku og draga eitthvað af félögunum með, Blandine er allavega game, en það var hún sem sá auglýsinguna eða plakatið, og var snögg að senda mér mess...

Rétt í þessu var ég svo að horfa á Nóa Albinóa á ZDF á þýsku, reyndar í annað skiptið sem ég sé hana á þýsku þar sem ég fór á hana hér í bíó fyrir tvem árum eða svo...

En ég veit ekki hvað þetta er, var líka að flétta í gegnum tímarit sem heitr Kölner sem er tímarit um það sem er að gerast í köln og þess háttar... Þar var svo plötu umfjöllun, eitthvað kannaðist ég við nafnið, þá var verið að fjalla um plötu Leaves...

Ísland og Íslendingar eru allstaðar því er ekki að leyna.