The unbearable lightness of being

sunnudagur, maí 28, 2006

jæja alltaf er maður að lofa meiru...

En satt að segja þá er ég hætt við að skrifa um hvern dag um trip okkar Dibbu hérna...

Við fórum nú ekki í ófáar búðirnar meðan hún var hér, en alveg er það merkilegt, það reyndist mjög erfitt að finna okkur eitthvað til að kaups, því alltaf voru baggarnir svoleiðis útum allt, svo vægt sé til orða tekið!!

Við fórum á einn Bandarískan að éta, þar sem Dibba VARÐ að fá hamborgara!! Sátum þar örugglega í hátt í þrjá tíma og tvo af þeim vorum við að jappla á þessum borgurum inná milli sem við þurftum að bíða eftir matseðlum, svo að bíða eftir bjórnum og svo sé nú ekki talað um þegar við þurftum að bíða eftir kókinu... ég sver það við vorum allavega ekki mjög minnilegar, því okkur var alltaf gleymt, vildi að hann hefði gleymt reikningnum en jæja... En fengum allt að lokum, fyrir það.

Svo fórum við á rölltið, tékka out á hvaða stað við gætum farið á og svona... svo ég fór og keypti eitt magasín og tékkaði á þessu, var svo að segja Sigurbjörgu frá hvaða músík væri hér og þar og svona... "getum farið á petit prince, þar er spilað rip rap og svona"
en hvaða músík er nú það? haha átti að vera r&b og hip hop, veit ekki alveg hvernig þetta datt útúr mér...

En ég held ég sé farin að rugla saman dögum, líka komið andskoti langt síðan þetta var... Dibba hefðir nú getað verið að koma aftur núna eftir nokkra daga... en tja það verður að því vonandi fljótlega... hver veit nema ég skelli mér útí sveit í heimsókn, uss þá held ég að fólkið í sveitinni verði þá snögg að henda kvikindinu út og skipta um lás...

en nóg í bili

yfir og út...

sorry en þetta finnst mér vitleysa...

ok, ég segi það ekki að í síðasta kostningaáróðri sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík, kom hann Magnús Már bróðir minn fram í blaði einhverju, þar se, hann hélt í hönd yfirmanns eða guð má vita hvað hjá skjá einum og LOFAÐI öllu fögru um að skjárinn myndi koma heim innan örfárra vikna eða mánaða... en það sem hann Snævar Sölvi segir á Víkari.is er alls ekkert Mími eða nokkrum öðrum en okkur fótboltaáhugamönnum að þakka, að skjárinn kom svona fljótt eins og raun bar vitni.

Hef ekki enn séð loka tölur enn að heiman, eða réttara sagt engar tölur að heiman, en vona að rétt fólk hafi tekið þetta, og nóg um það mál!!!

yfir og út...

fimmtudagur, maí 18, 2006

leiðrétting...

tvem bloggum fyrr voru víst greinaskil sem voru á þessa leið:
"Fórum svo á Brugghús Früh og fengum okkur bjór, þurftum að fara inná klósett til skiptis til að skipta um föt:D en bara gaman að því, ef fólk hefur ekki haldið okkur klikkaðar þá veit ég ekki hvað!!!
betra en hitt HELVÍTIÐ!! Held að barþjónnin hafi eitthvað verið skotin í rassgatinu (sigurbjörgu) því við þurftum ekki að borga, því hún hafði aldrei smakkað svona fyrr... "

Það hefur náttla ekki nokkur maður botnað neitt í neinu, og engum hefu heldur dottið í hug að spyrja útí þetta neitt nánar...
En þarna átti að verða að við strunsuðum beint á barinn, þegar við komum inn á írska barinn og keyptum okkur bjór og tequila gold, sem maður tekur með appelsínu og kanill, og það er betra en hitt HELVÍTIÐ!! :D þ.e.a.s tequila silver með fokkings saltinu og sítrónunni!!

Jamm þá er það allavega komið á hreint, fyrir þá ef þá enhverjir hafi verið að pæla í þessu:D


En á hinn boginn vil ég óska Elmari og Sveinbirni til hamingju með sitthvora 4 kassana, sem og öllum Barcelona áhangendum með sigurinn á meistaradollunni í gær. Man tilfinninguna sem þessari dollu fylgir, nema hvað ég grenjaði ekki í þetta skiptið;)

En Gaman væri að vita hver átti heiðurinn af því að koma myndunum á b2.is :-o

þriðjudagur, maí 16, 2006

Weeze...

Haha það má nú ekki gleyma bestu setningunni sem kom frá Dibbu, þegar hún var að skíta á sig einhverstaðar úti í móa, en búin að kaupa sér miða til að fara með lestinni.
Hringir hún: búin að kaupa miða og hvað á ég að gera svo?
... nú fara að hliðinu sem lestin á að koma og hendast með henni...
En lestin á ekki að koma fyrr en kl: tvö!! (klukkan hefur verið svona um tíu þegar þetta var)
...TVÖ?? hvað meinaru, stendur það á miðanum??
já, það stendur hérna kl. 2
... stendur 2 Uhr??...
hmm... ah nei, það stendur kl.2!!

bwahaha stelpan enn bara með íslenskuna á þessu öllu saman, en náttla það sem þetta þýðir er klasse zwei, eða farrými númer tvö, og ekkert um neina klukku!!



dagur 2 fer að koma, orðið of seint núna svo ég geti hugsað skýrt, reyni að komast í sögustuð á morgun...

over and out

miðvikudagur, maí 10, 2006

framhald

Jæja við burðuðumst svo með helvítis hlunkinn aðeins smá skoðunarferð um düsseldorf, eða kringum lestarstöðina, fundum okkur svo döner að éta, Sigurbjörg hélt hún væri komin á leiðarenda, komin með nóg af ferðalagi í bili, en það var nú ekki svo gott, enn áttum við eftir að taka eina lest til að fara allaleið heim til mín. En það var svosem ekki mikill möguleiki á að við myndum klúðra því... jæja vorum komnar heim til mín um 2 leitið eða 5 klukkutímum eftir lendingu!! Ég var ded vildi nú helst bara fara að leggja mig, en það kom náttla ekki til greina og mér var hent á afturlöppunum út að sýna henni staðinn. Brunuðum náttla beint á stærstu veslunargötuna, og gott ef við þræddum ekki allar ands... búðirnar í hverfinu, án þess að vera neitt að ýkja en Dibba keypti nú samt ekki neitt, sá fullt en þurfti samt að tékka á öllu hinu fyrst áður en að hún myndi kaupa!!
Það endaði þannig að sigurbjörg sem var á einhverjum helvítis töfflum sem valla er hægt að kalla svo, þurfti líka að kaupa sér jakka, tösku og eitthvað... þetta var allt keypt á síðustu 20 mínútunum fyrir lokun, og trúið mér við þurftum að HLAUPA milli búða!! En náðum á þessum 20 mín, að kaupa töskuna, nýja skó, peysu... Fórum svo á Brugghús Früh og fengum okkur bjór, þurftum að fara inná klósett til skiptis til að skipta um föt:D en bara gaman að því, ef fólk hefur ekki haldið okkur klikkaðar þá veit ég ekki hvað!!!
betra en hitt HELVÍTIÐ!! Held að barþjónnin hafi eitthvað verið skotin í rassgatinu (sigurbjörgu) því við þurftum ekki að borga, því hún hafði aldrei smakkað svona fyrr... svo endaði kvöldið bara í djúsi og djammi, kríum hingað og þangað, ef þig þekkið dibbu vitiði hvað ég meina;) annars var þetta bara hrein snilld!!!


ef einhver er að lesa þetta drullist til að skrifa í kommentin!! annars finnst mér hálf tilgangslaust að vera að skrifa hérna...

mánudagur, maí 08, 2006

Dagur 1.

Gat svo mikið sem ekkert sofið um nóttina, man að ég var sennilega að detta svona um fimm, ætlaði mér að vakna um 6 en ákvað að vakna ekki fyrr en 7, henti mér í sturtu og þennan pakka, hljóp svo útá stoppistöð, enn hálf sofandi, þá var náttla seinkun, og missti þá af hinum sem átti að fara til düsseldorf, beið þá í hálftíma eftir helvítis lestinni, þá var 3 korter í hitting, jei jei!
Ég kem á lestarflugvallarstöðina, jei jei þetta styttist og styttist, þá þurfti ég að taka strætó í svona 5 mín þá kom ég loksins á völlinn sjálfan, en hvar var Dibba??
Hún hringir og segist vera einhverstaðar útí móa, ég gat nú ekki alveg skilið hvernig það gat staðist, þar sem flugvöllurinn í düsseldorf er nú alveg ágætlega stór... hún sér ekkert nema tré og eina flugbraut!! WADDA??
Ég reyni að granslast fyrir um þetta hjá löggunni, Sigurbjörg segist vera einhverstaðar í !Wítse¨ (Weetze) ég náttla spyr um wítse, löggurnar klóra sér nú bara í hausnum og vita ekkert um hvað ég er að tala, þar til loksins... ah weeeetze!! Já það er ca. 80 km í burtu héðan, gætir tekið taxa það yrði um 150júrósmekkers!!
Já, nei takk!!
Dibba ein í óbyggðum og nú voru góð ráð dýr, krakkinn mállaus og allslaus með helvítis hlunkinn í eftirdragi!!
Sendi hana í strætó, sem var ekki stærri en lúlli, þar sem hún var jú útí sveit, og þaðan þurfti hún svo að taka lestina til düsseldorf, hauptbahnhof...
Hljómar nú ekki mjög erfitt, en nei Sigurbjörg sér einhverstaðar á leiðinni düsseldorf hauptbahnhof og hleypur út, en það sem hún sá var skiltið til að láta vita hvert lestin sem hún var í, væri að fara!!!
Og hún út í Krefeld, en þá á mín náttla enn eftir slatta á áfangastað eða um 25 mínútur eða svo... og náttla kom svo ekki helvítis næsta lest fyrr en klukkutíma seinna!!
En jæja 3 tímum og nokkra þúsundkalla símareikning síðar birtist kvikindið!!
fyrsta sem hún gerir eða að henda í mig helvítis hlunknum og hlaupa og kaupa bjór:)

Ætli sé ekki best að segja meira seinna, er orðið svo helvíti langt...
Meira um ævintýrin okkar Dibbu von bráðar...